08 apríl, 2005

Recap

Recap


Sin city var frábær. Fannst the Yellow bastard vera frekar slök. En hinar tvær sögurnar voru frábærar. Mickey Rourke var sérstaklega góður sem Marv.

Kynningar átakið á junglespeed er að fara af stað. Búin að vera með 3 kynningar og þær hafa gengið allar ágætlega.

Ritgerðin er ekkert að hreyfast. Orðin pirraður út af því. EKKI SPYRJA MIG UM RITGERÐINA ÞEGAR ÞIÐ HITTIÐ MIG!!!!

Tók spilasession um daginn sem var kallað þjóðarbókhlöðublóðbaðið. Þarna fann ég annað spilamótsævintýri. Alveg frábært ævintýri. Ég skemmti mér konunglega og mér sýndist flestir spilararnir hafa gert það líka.

Það eru sumir bloggarar sem mættu nú blogga meira. Nefni engin nöfn.. en þið vitið upp á ykkur sökina. Fer að henda ykkur út af linkunum mínum ef þetta ástand heldur áfram óbreytt.

Er byrjaður að lesa Fables.. eruð þið byrjuð á því???? Ef ekki þá er besta að byrja í dag. Fáið sögurnar lánaðar.. kaupið þær í nexus... LESIÐ ÞÆR NÚNA!!!

En já.. ég hef voða lítið að segja.. þannig að ég ætla bara að þegja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli