22 apríl, 2005

Hor og Kvef

Hor


Hvað getur komið mikið hor úr einu litlu sætu nefi (já mitt nef er voða sætt og lítið.. er það ekki annars?...)? Ég smitaðist að kvefi í tilefni sumarsins, fékk einhverja hitavellu í fyrradag og lá fyrir horfði á Sopranos og spilaði Counter. Í gær skrap ég út og var með jungle speed kynningu og endaði svo á GZ og spilaði meira Counter.

Í dag mætti ég í vinnuna og var með svona snýtuklúta.. sem voru að klárast fyrir um hálftíma síðan. Endalaust hor. Eftir að ég er búin snýta mér þá er klúturinn rennblautur... og þetta þarf ég að gera á korters fresti.

Kvefið er líka að fara í augun á mér og það líkar mig illa. Voða voða gaman hjá mínum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli