29 apríl, 2005

Lestur í strætó

Lestur í strætó

Ég held að það sé óumflýjanleg staðreynd að ég les mikið af bókum. Bezti tíminn sem ég nota til þess að lesa er þegar ég ferðast í strætó. Maður fær svona 3 korter til klukkutíma á dag til að lesa. Auðvitað les ég upp í rúmi eða þegar ég hef ekkert að gera en strætó ferðirnar eru nýttar í þetta.

Núna er að kárna ástandið. Ég þekki orðið svo marga í strætó að ég það mundi teljast ókurteisi ef ég myndi ekki spjalla við það. Það var orðið soldið slæmt á tímabili þar sem vinnufélaginn minn tók sama strætó og ég. Þannig að maður þurfti að spjalla við hann. Ég kom stundum inn og langaði ekki að tala við neinn og þá settist ég í fyrsta sætið og las. Vonandi tók því enginn illa.

En annars þá er ástandið betra núna þar sem allir í deildinni, nema yfirmaðurinn, taka sama strætó. Við erum þrjú og ferðumst öll með 15. Þar sem við erum þrjú og ég kem síðastur í strætóinn þá er það góð afsökun fyrir að setjast annars staðar.

Fólk..... truflar stundum lesturinn minn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli