Ískur í nefi
Hafið þið lent í því að það ískrar í ykkur eftir að þið hafið snýtt ykkur? Hver hefur heyrt um það?
Sjit. Þetta er auðvitað algjörlega út í hött. Enn ein leiðin fyrir hann Gamla til að ulla á mig. Ég má ekki snýta mér.. þá kemur þetta geggjaða ískur..
Síðan fékk ég hellu fyrir nokkru og blés út í eyrun.. stuttu seinna kom ískur sem samstarfsmenn mínir heyrðu.
Samt líður mér ágætlega, er ekkert að kvarta.. er bara með kvef. Meira að segja ekkert slæmt kvef. Bara soldið hor og ískur..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli