25 apríl, 2005

Deyfð

Deyfð

Ég er að finna fyrir einverri deyfð í mér núna. Er að fella allt um koll í vinnunni og er með einhvern kvíðahnút í maganum.

Ég er líka að spá í þetta rafraus mitt.. það hefur verið heldur mikil deyfð í því upp á síðkastið.. ég er líka alltaf að spá hverjir séu að lesa það og hvort þessi færsla.. eða hin færslan myndi nú ekki koma illa við það fólk.

Þori ekki að skrifa einhverjar hugrenningar sem á við fólkið sem les rausið. Held að fólki gæti nú sárnað. En það er víst þeirra val að lesa þetta rafraus. Á maður ekki að gefa skít í það fólk og segja að það geti bara átt sig?

bara spyr.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli