Miðvikudagurinn í dag
Vaknaði upp við þá vissu að ég væri að fara í bíó í kvöld. Var mjög glaður og ánægður. Hamingjudagur hjá mínum manni.
En síðan mætti ég í vinnuna og sá þetta. Svona hlutir geta rústað deginum fyrir manni.
Ég spurði yfirmann minn hvað ætti að gera í þessu og hann svaraði einhverju mjög óljósu. Það var síðan haft samband við Framkvæmdarstjórann og þá fóru hjólin að snúast. Lekin hefur verið fundinn og upplýsingasöfnun er hafin.
Ég veit það líka að ég mundi ekki endast lengi í þessu starfi ef ekkert yrði gert í þessu. Þetta er ljóti bletturinn á mínu starfi og ég mundi aldrei sofa vel ef þetta yrði algengt.
Fólk lendir í vanskilum af öllum mögulegum ástæðum. Auðvitað eiga að vera upplýsingar um lánshæfni einstaklings svo það sé hægt að taka góðar ákvarðanir um lánveitingu en þessar upplýsingar eiga ALDREI að vera notaðar til frétta. Það er svo auðvelt að dæma einstaklinginn (eða fyrirtækið). Við erum of mannleg til að nýta þessar upplýsingar rétt.
En ohh well.. vonandi leysist þetta farsællega.
Sin city... 9 og hálfur tími þangað til...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli