28 maí, 2003

Rauði Krossinn

Til hvers er Rauði Krossin? Þessa spurningu hef ég stundum heyrt þegar ég er að tala við fólk um hann. Þegar ég minnist á það að ég sé á leiðinni til útlanda heyri ég að Rauði Krossin sé að bruðla með penginga og hann eigi allt of mikið af honum osfrv. Þetta fer stundum í mig. En ég aldrei hef ég átt svar við þessu og stundum hef ég verið að hugsa það sama. Til hvers er hann?

Rauði Krossinn var stofnaður til þess að vernda særða hermen. Hugsunin var að hver sem særðist á skilið að fá læknishjálp alveg sama í hvaða herdeild hann er í. Þegar Rauði Krossin stækkaði þá ver líka fjallað um staða óbreyttra borgara, stríðsfanga ofl. Nú er Rauði Krossin einn stærsta hjálparsamtök í heimi með hundruðu þúsunda sjálboðaliða og gríðarlega starfsemi. Það eru öll mál þar sem fólk þarf hjálp, þar sem Rauði Krossin reynir að aðstoða. Náttúruhamfarir, stríð, hungursneyð, flóttamenn osfrv.

Þessi samtök taka ekki aftsöðu með þjóðum eða löndum. Hugsunin er að stöðva þjáningar en ekki að stíga á neina tær. Samtökin hafa tekið samt afstöðu gegn til dæmis jarðsprengjum.

En hvað á Rauða Krossin að gera á Íslandi? Á íslenskum mælikvarða þá er Rauði Krossin frekar auðugur. Eignir hans eru taldar vera um rúm Miljarður. Þetta er mikill peningur og í hvað fer hann? Á Íslandi eru engin stríð, fá átök... hvað á þessi peningur í að fara í?

Hugsunin eins og ég skil hana með Rauða Krossinum á Íslandi er að vera þar sem stjórnvöld eru ekki. Rauði krossin rekur dvalarstað fyrir geðfatlaða á fjórum stöðum í landinu. Afhverju gerir hann það? Vegna þess að það er engin staður fyrir þetta fólk eftir að það er komið útaf spítulunum, þetta er auðvitað aðalega fyrir fólk sem er ekki nógu veikt til þess að vera inná stofnunum en of veikt til þess að geta tekið almennilega þátt í samfélaginu.

Rauði Krossin reynir að stoppa í götin þar sem þar lekur. En síðan má ekki gleyma því að Rauði Krossin spilar mikið hlutverk inní almannavörnum Íslands. En það gerist sjaldan og það þarf auðvitað fólk til þess að vera vel þjálfað og í góðu formi. Og alltaf að vera tilbúið. Það er hægt með því að láta Rauða Krossin vera starfandi alltaf ekki bara þegar eitthvað kemur upp á.

Hugsun Rauða Krossin á líka erindi á hinn skemmtilega nútíma. Rauði Krossin "predikar" mannúð, virðingu fyrir náunganum og friðsemd. Er það ekki eitthvað sem á eridni við alla!

27 maí, 2003

Dót og drasl!

Ég fékk nýja bókahillu í ammælisgjöf frá Gamla settinu og það bjargaði herberginu mínu. Nú gat ég loksins farið að raða bókunum mínum í hilluna.

Shjitt hvað ég á mikið af bókum! Og blöðum og dóti. Þetta er magnað. Eiginlega of magnað ef þú spyrð mig! Ég hef aldrei hent bók, en ég fór að velta því fyrir mér í gær hvort ég ætti ekki að fara gera það. Í safninu mínu er mikið af bókum sem ég fékk þegar ég var að vinna hjá **** (tekið út af hættu við lögsóknum og barsmíðum). Sumar af þessum bókum eru illa farnar og eru ekkert eigulegar, þá afhverju ætti ég að vera eiga þær? Ég er með einhverja fílósófíu um að það meigi ekki henda bókum... það er bara bannað og þess vegna safnast þetta upp hjá mér.

Síðan eru það pappírarnir. Ég á blöð, teikningar frá því að ég var að byrja í rolepleyinu. Eitthvað eldgamalt dót sem ég hafði hripað niður sem unglingur og magnið er gríðarlegt og ég þori ekki að henda þessu. Kannski er eitthvað merkilegt þarna á og það er stundum gaman að lesa þetta dót....

En þetta er svo mikið að mér fallast hendur!

22 maí, 2003

Vinna

Jæja nú er ég buín að segja upp í vinnunni. Ég reyndi að ná tali af deildarstjóranum mínum en það gafst ekki næði til þess svo ég sendi honum bara tölvupóst. Nú er það official. En deildarstjórinn vill endilega hafa mig og hann var að tala um að bjóða mér vinnu allan daginn.

En já ég mun hætt í haust. Ef allt gengur eftir. En ég hef ekki miklar áhyggjur vegna þess að ég er að vinna við að gera rannsókn í sumar sem mun dragast öruglega eitthvað fram í haust.

Svo kemur ÚTLÖND!

Þessi útþrá er að verða óþolandi. Mig dreymir drauma um það. Mig klæjar í skinninu við að fara út. Bara út... Mig dreymdi draum þar sem Leifur bauð mér að koma til sólarstrandar sem var á vesturströnd Póllands.. en ég man ekki mikið eftir þeim draumi... aðalega man ég að ég hugsaði að þetta hlyti að vera draumur!

En já... búin að hætta í vinnunni... allt gengur vel.. orðin eldgamall.. er að fara fund á morgun... crap!!!!!.....

20 maí, 2003

Ammæli!

hann á ammæli í dag, hann á ammæli í dag, hann á ammæli hann Sivar, hann á ammæli í dag!

26 ára... komin í þann pakka að það ég er nær þrítugu heldur en tvítugu. (*andvarp*) en hvað getur maður gert!

Er að spá í að hafa bakkelsi heim hjá mér í kvöld fyrir þá sem lesa þetta og vilja mæta!

auðvitað mun ég glaður taka við öllum gjöfum

19 maí, 2003

Fordómar

Ég lenti í hinni furðulegri reynslu í gær. Ég kynntist grófum fordómum frá vinum mínum. Jú við tölum digurbarkslega saman. Tölum um negra, kellingar og PW. En það er bara stákatal! En svo í gær þá fann ég fyrir að þetta var kannski dýpra en maður hélt.

Ég var að spila cyperpunk, sem gerist í nánustu framtíð, og ég ákvað að spila karakter sem væri blendingi, þ.e.a.s blanda af hvítum og svörtum einstaklingi (Múlatti... eins og var sagt í gríni og það tók ég ekki sem fordóma heldur sem gríni). Síðan var ég að lýsa karakternum mínum og þá var sagt að hann væri negri (man ekki alveg afhverju það var sagt) og ég segi "nei, hann er blendingi"
"En hann lýtur á sig sem negra, er það ekki?"
"nei"
"ég meina svertingar líta á hann sem negra"
"nei... hann er blendingi svo að hann er ekki tekin ínní negrasamfélagið"
"jú er það ekki? Ég meina þeir segja hluti eins og "jó, nigger" og "jó, Bró"
"nei hann er nefnilega ekki hluti af hvoru samfélagi fyrir sig... blendingar eru fyrir utan samfélagin, bæði hvítra og svartra"
"whatever... haltu áfram með lýsinguna"

(það má bæta því við að þetta var skrifað eftir minni og lýsir kannski ekki alveg hinum samræðunum sem áttu sér stað þetta umrædda kvöld, höfundur notaði Skáldaleyfi sitt)

Síðan fór ég að hugsa.... ég meina þessi einstaklingur er blendingi. Blanda af svötum og HVÍTUM manni. Afhverju ætti hann miklu frekar að vera hluti af "svertingja samfélagi" heldur en hvítu? Það sést á honum að hann er blendingi, hann er ekki alveg svartur og ekki alveg hvítur. Hann er á milli samfélaga.

Fordómar... koma stundum aftan að manni.

13 maí, 2003

Bækur

Já ég mætti kannski kalla bloggið mitt "bók vikunnar". En já... ég var að lesa snilldar bók! Eruð þið búin að sjá myndina L.A. Confidental? Ef ekki þá ráðlegg ég ykkur að horfa á þá mynd! Þetta er ein af mínum uppáhalds myndum, skemmtilegar persónur, frábær flétta og spennadi söguþráður.

Ég fékk mér bókina um daginn og las hana á tveimur dögum! Auðvitað er bókin mun betri en myndinn og ég er mjög ánægður að hafa séð myndina áður en ég las bókina. Í myndinn er oft fléttaðar nokkrar persónur, sem voru í bókinn, saman. Það kemur stundum mjög skemmtilega út og ég hafði mjög gaman að horfa á myndina eftir að ég var búin að lesa bókina. Sjá hvernig þeir nýttu ýmsar persónur í myndmáli.

En ég mæli með bókinni og myndinni!

Síðan má ekki gleyma því að ég ætla að skella mér á Matrix Reloded á föstudaginn! Hlakka mjög mikið til þess að sjá hana. Klukkan níu í Háskólabíó ef einhver langar til þess að skella sér með mér!

11 maí, 2003

Kosningar

Jæja nú eru kosningarnar búnar og við hættum að sjá Halldór Ásgrímsson brosa! Úrslitin eru ráðin og sigurvegararnir komnir fram... það er nú hræðilegt að nota orðið sigur þegar maður er að tala um kosningar, þetta fer bara ekki saman, keppni og kosningar. Eru kosningar keppni? Nei þetta er vettvangur fyrir fólk að velja sína umbjóðendur sem munu taka mál þjóðarinnar í sínar hendur. Þannig að það ættu allir að sigra!

Ég kaus frjálslynda flokkin, ég var nú ekki mikið búin að kynna mér stefnuskránna þeirra eða lausnir þeirra á ýmsum vandamálum. En ég gat ekki kosið samfylkinguna vegna ástæðna sem ég var búin að tala um hérna áður, þannig að frálsyndir var flokkur sem ég gat sætt mig við að kjósa.

Ríkisstjórnin heldur velli, Ingibjörg er úti, Margrét Sverrisdóttir er úti ofl. Dabbi kóngur verður við lýði í fjögur ár í viðbót!

06 maí, 2003

Um líkamsrækt, mat og bækur

Ég er búin að vera í líkamsrækt í um mánuð. Þetta byrjaði með því að vinnufélagi minn sagði að við ættum að skella okkur í lyftingar, ég sagði að ég væri alveg til í að gera það ef hann myndi tala um þetta þegar ég væri edrú. Síðan tók hann mig á orðinu og spjallaði um þetta og var þá ákveðið að við myndum skella okkur í Veggsport að lyfta. Við skeltum okkur í pruftíma og keyptum okkur kort eftir hann.

Síðan er ég búin að fara reglulega, svona fjóra daga í viku. Prógramið okkar er þrískipt, við tökum Biceps (handleggsvöðvarnir sem stjáni blái er alltaf að sýna) og brjóstvöðva (sem vantar algerlega á mig) saman. Síðan er það Triceps sem er aftari upphandlegsvöðvi og axlir. Síðan er það bak og lappir. Við tökum magan mjög oft með.
Þetta er búið að vera mjög fínt. En núna undanfarið er mér farið að líða undarlega. Ég er að stækka! Það er ekki spurning um það! Ég finn fyrir að ég get spennt vöðva og séð þá spennast (sem var nú ekki áður fyrr) og ég er byrjaður að pósa í speglinum (skítur... ). Ég hugsa að ég muni aldrei verða neinn mikill massi (mér finnst það ekki flott heldur), en þetta lyftur upp sjálfsálitinu hjá mér. Ég finn að .... eitthvað, upplífgandi eitthvað....

En ég eldaði mér mat í gær sem hvaða einkaþjálfari hefði öskrað á mig ef hann hefði séð mig borða það. Ég koma heim eftir góða æfingu (fór í lappir og bak). Það var enginn heima svo að ég kíkti í ísskápin og sá þá beikon bréf! Þannig að ég steikti mér beikon og HELLING af því, hitaði síðan brauð, steikti lauk með fleskinu, setti þetta allt á brauðið og vænan skamt af grill sósu ofan á og hitaði í smá stund saman. Borðaði síðan með bestu lyst (og drakk vatn með, djö... var ég duglegur). Hrikalega GOTT!

Síðan las ég bókina þangað til að ég var orðin það spenntur og hræddur að ég vissi að það mundi ekki gera mér gott að lesa meira. (var að lesa Bag of Bones e. Stephen King). Lagði frá mér bókina um 3, sofnaði um 4... var að sjá fyrir mér ýmsa hluti, drauga og annað miður skemmtilegt sem hélt fyrir mér vöku. Síðan var ég vakin klukkan korter yfir sjö þegar frænka mín gekk inn og bað mig um að vakna. Þar sem hún er svo frábær þá gat ég ekki neitað því... spjallaði við hana í smá stund og svo fór hún í leikskólann.

Síðan 30 mín eftir það var ég beðin um að forfallakenna.... og nú er ég mjög þreyttur! En ég kláraði bókin í skólanum! Brill bók! Mæli með henni!

05 maí, 2003

Bækur og bíó

Ég horfði á myndina "Barry Lyndon" í gær eftir snillinginn Stanley Kubrick. Þessi mynd gerði það að verkun að ég óska þess, enn og aftur, að hann hefði verið lifandi nógu lengi til þess að gera myndina A.I. Mynd sem Stanley hafði ætlað að gera lengi en hafði ekki lagt í hana vegna þess að honum fannst tæknibrellurnar ekki vera nógu góðar. Síðan ákvað hann að gera myndina en var búin að ákveða að gera Eyes wide shut á undan. Hann lést við lokaframleiðsluna á henni. Sú mynd var mjög góð og einn flottasti koss sem ég hef séð í bíó var í henni (þegar Tom Cruise ætlar að kyssa vændiskonuna).

En honum tókst ekki að gera A.I og Steven Spileberg gerði hana. Fín mynd! En ég held að hún væri öðruvísi ef Stanley hefði gert hana. Ég bölva honum að deyja svona fljótt!

En ég keypti bók um helgina.. sem er nú ekki neitt nýtt... en ég ætlaði að kíkja í hana í gær, ætlaði bara að lesa í svona klukkutíma áður en ég fór að sofa. Fór að lesa klukkan ellefu og lagði bókina frá mér um hálf þrjú.. með erfiðismunum. Núna bíða ég bara eftir því að losna úr vinnunni til þess að geta lesið hana aftur. Ferlegt þegar bók nær svona gríðalegum tökum á manni. Þetta er bókin Bag of Bones e. Stephen King. Búin að lesa um helminginn og hún er ennþá að koma mér á óvart, oftast þá get ég séð hvert bókinn er að fara með mig... hvaða atburðarrás er að fara af stað... en ekki í þessari bók. Á hverri síðu er eitthvað óvænt að gerast.

Mig hlakkar svo til!

02 maí, 2003

Draumurinn

Ég held að ég sé búin að átta mig á draumnum.

Ég held að ég mundi hegða mér akkúrat svona ef ég mundi lenda í svona aðstæðum. Ég mundi reyna að gera það "rétta" í stöðunni. Alls ekki reyna að misnota mér aðstöðuna. Ég er alltaf að reyna að vera þessi "góði" maður. En auðvitað er ég það ekki... ég er jafn breyskur og næsti maður. Ég bara fel það vel fyrir sjálfum mér.

Það er erfitt að vera "góður". Reyna að taka tillit til allra tilfinninga og hjálpa þeim sem vantar hjálp. Reyna að vera heiðarlegur og skila sínu. En síðan kemur fólk sem segir "uss þetta er bara samfélagið að tala, afhverju þarftu að gera þetta? bara vegna þessa að mamma þín sagði það! Maður þarf ekkert að gera þetta" eða þegar maður skilar peningum vegna þess að maður fékk of mikið til baka "hva... hvað meinaru? Afhverju ertu að þessu"

Maður fær sjaldan þakklæti.. og þegar maður fær þakklæti þá er það á versta tíma. Nýbarin af honum Gunnari, lappa inn með tárin í augunum. Kjaftatík og kennarasleikja. Við vorum ekkert að svindla, bara hjálpa hvort öðru... "takk fyrir hjálpina, þetta var vel þegið" segir kennarinn fyrir framan allar

En þessi draumur sýndi mér hvernig ég mundi vera... ég mundi ekki misnota mér aðstöðuna... (og ég get ekki einu sinni misnotað mér aðstöðuna í draumum! Urrr.....).

Verð ég þá ekki sætt mig við það... þótt að góðir strákar fá sjaldan að ríða, þótt að maður verður ekki ríkur á því... verð ég bara ekki að vona að það sé annað líf til eftir þetta.

SVO MAÐUR FÁI EITTHVAÐ FYRIR SINN SNÚÐ!