02 maí, 2003

Draumurinn

Ég held að ég sé búin að átta mig á draumnum.

Ég held að ég mundi hegða mér akkúrat svona ef ég mundi lenda í svona aðstæðum. Ég mundi reyna að gera það "rétta" í stöðunni. Alls ekki reyna að misnota mér aðstöðuna. Ég er alltaf að reyna að vera þessi "góði" maður. En auðvitað er ég það ekki... ég er jafn breyskur og næsti maður. Ég bara fel það vel fyrir sjálfum mér.

Það er erfitt að vera "góður". Reyna að taka tillit til allra tilfinninga og hjálpa þeim sem vantar hjálp. Reyna að vera heiðarlegur og skila sínu. En síðan kemur fólk sem segir "uss þetta er bara samfélagið að tala, afhverju þarftu að gera þetta? bara vegna þessa að mamma þín sagði það! Maður þarf ekkert að gera þetta" eða þegar maður skilar peningum vegna þess að maður fékk of mikið til baka "hva... hvað meinaru? Afhverju ertu að þessu"

Maður fær sjaldan þakklæti.. og þegar maður fær þakklæti þá er það á versta tíma. Nýbarin af honum Gunnari, lappa inn með tárin í augunum. Kjaftatík og kennarasleikja. Við vorum ekkert að svindla, bara hjálpa hvort öðru... "takk fyrir hjálpina, þetta var vel þegið" segir kennarinn fyrir framan allar

En þessi draumur sýndi mér hvernig ég mundi vera... ég mundi ekki misnota mér aðstöðuna... (og ég get ekki einu sinni misnotað mér aðstöðuna í draumum! Urrr.....).

Verð ég þá ekki sætt mig við það... þótt að góðir strákar fá sjaldan að ríða, þótt að maður verður ekki ríkur á því... verð ég bara ekki að vona að það sé annað líf til eftir þetta.

SVO MAÐUR FÁI EITTHVAÐ FYRIR SINN SNÚÐ!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli