11 maí, 2003

Kosningar

Jæja nú eru kosningarnar búnar og við hættum að sjá Halldór Ásgrímsson brosa! Úrslitin eru ráðin og sigurvegararnir komnir fram... það er nú hræðilegt að nota orðið sigur þegar maður er að tala um kosningar, þetta fer bara ekki saman, keppni og kosningar. Eru kosningar keppni? Nei þetta er vettvangur fyrir fólk að velja sína umbjóðendur sem munu taka mál þjóðarinnar í sínar hendur. Þannig að það ættu allir að sigra!

Ég kaus frjálslynda flokkin, ég var nú ekki mikið búin að kynna mér stefnuskránna þeirra eða lausnir þeirra á ýmsum vandamálum. En ég gat ekki kosið samfylkinguna vegna ástæðna sem ég var búin að tala um hérna áður, þannig að frálsyndir var flokkur sem ég gat sætt mig við að kjósa.

Ríkisstjórnin heldur velli, Ingibjörg er úti, Margrét Sverrisdóttir er úti ofl. Dabbi kóngur verður við lýði í fjögur ár í viðbót!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli