Dót og drasl!
Ég fékk nýja bókahillu í ammælisgjöf frá Gamla settinu og það bjargaði herberginu mínu. Nú gat ég loksins farið að raða bókunum mínum í hilluna.
Shjitt hvað ég á mikið af bókum! Og blöðum og dóti. Þetta er magnað. Eiginlega of magnað ef þú spyrð mig! Ég hef aldrei hent bók, en ég fór að velta því fyrir mér í gær hvort ég ætti ekki að fara gera það. Í safninu mínu er mikið af bókum sem ég fékk þegar ég var að vinna hjá **** (tekið út af hættu við lögsóknum og barsmíðum). Sumar af þessum bókum eru illa farnar og eru ekkert eigulegar, þá afhverju ætti ég að vera eiga þær? Ég er með einhverja fílósófíu um að það meigi ekki henda bókum... það er bara bannað og þess vegna safnast þetta upp hjá mér.
Síðan eru það pappírarnir. Ég á blöð, teikningar frá því að ég var að byrja í rolepleyinu. Eitthvað eldgamalt dót sem ég hafði hripað niður sem unglingur og magnið er gríðarlegt og ég þori ekki að henda þessu. Kannski er eitthvað merkilegt þarna á og það er stundum gaman að lesa þetta dót....
En þetta er svo mikið að mér fallast hendur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli