06 maí, 2003

Um líkamsrækt, mat og bækur

Ég er búin að vera í líkamsrækt í um mánuð. Þetta byrjaði með því að vinnufélagi minn sagði að við ættum að skella okkur í lyftingar, ég sagði að ég væri alveg til í að gera það ef hann myndi tala um þetta þegar ég væri edrú. Síðan tók hann mig á orðinu og spjallaði um þetta og var þá ákveðið að við myndum skella okkur í Veggsport að lyfta. Við skeltum okkur í pruftíma og keyptum okkur kort eftir hann.

Síðan er ég búin að fara reglulega, svona fjóra daga í viku. Prógramið okkar er þrískipt, við tökum Biceps (handleggsvöðvarnir sem stjáni blái er alltaf að sýna) og brjóstvöðva (sem vantar algerlega á mig) saman. Síðan er það Triceps sem er aftari upphandlegsvöðvi og axlir. Síðan er það bak og lappir. Við tökum magan mjög oft með.
Þetta er búið að vera mjög fínt. En núna undanfarið er mér farið að líða undarlega. Ég er að stækka! Það er ekki spurning um það! Ég finn fyrir að ég get spennt vöðva og séð þá spennast (sem var nú ekki áður fyrr) og ég er byrjaður að pósa í speglinum (skítur... ). Ég hugsa að ég muni aldrei verða neinn mikill massi (mér finnst það ekki flott heldur), en þetta lyftur upp sjálfsálitinu hjá mér. Ég finn að .... eitthvað, upplífgandi eitthvað....

En ég eldaði mér mat í gær sem hvaða einkaþjálfari hefði öskrað á mig ef hann hefði séð mig borða það. Ég koma heim eftir góða æfingu (fór í lappir og bak). Það var enginn heima svo að ég kíkti í ísskápin og sá þá beikon bréf! Þannig að ég steikti mér beikon og HELLING af því, hitaði síðan brauð, steikti lauk með fleskinu, setti þetta allt á brauðið og vænan skamt af grill sósu ofan á og hitaði í smá stund saman. Borðaði síðan með bestu lyst (og drakk vatn með, djö... var ég duglegur). Hrikalega GOTT!

Síðan las ég bókina þangað til að ég var orðin það spenntur og hræddur að ég vissi að það mundi ekki gera mér gott að lesa meira. (var að lesa Bag of Bones e. Stephen King). Lagði frá mér bókina um 3, sofnaði um 4... var að sjá fyrir mér ýmsa hluti, drauga og annað miður skemmtilegt sem hélt fyrir mér vöku. Síðan var ég vakin klukkan korter yfir sjö þegar frænka mín gekk inn og bað mig um að vakna. Þar sem hún er svo frábær þá gat ég ekki neitað því... spjallaði við hana í smá stund og svo fór hún í leikskólann.

Síðan 30 mín eftir það var ég beðin um að forfallakenna.... og nú er ég mjög þreyttur! En ég kláraði bókin í skólanum! Brill bók! Mæli með henni!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli