Fordómar
Ég lenti í hinni furðulegri reynslu í gær. Ég kynntist grófum fordómum frá vinum mínum. Jú við tölum digurbarkslega saman. Tölum um negra, kellingar og PW. En það er bara stákatal! En svo í gær þá fann ég fyrir að þetta var kannski dýpra en maður hélt.
Ég var að spila cyperpunk, sem gerist í nánustu framtíð, og ég ákvað að spila karakter sem væri blendingi, þ.e.a.s blanda af hvítum og svörtum einstaklingi (Múlatti... eins og var sagt í gríni og það tók ég ekki sem fordóma heldur sem gríni). Síðan var ég að lýsa karakternum mínum og þá var sagt að hann væri negri (man ekki alveg afhverju það var sagt) og ég segi "nei, hann er blendingi"
"En hann lýtur á sig sem negra, er það ekki?"
"nei"
"ég meina svertingar líta á hann sem negra"
"nei... hann er blendingi svo að hann er ekki tekin ínní negrasamfélagið"
"jú er það ekki? Ég meina þeir segja hluti eins og "jó, nigger" og "jó, Bró"
"nei hann er nefnilega ekki hluti af hvoru samfélagi fyrir sig... blendingar eru fyrir utan samfélagin, bæði hvítra og svartra"
"whatever... haltu áfram með lýsinguna"
(það má bæta því við að þetta var skrifað eftir minni og lýsir kannski ekki alveg hinum samræðunum sem áttu sér stað þetta umrædda kvöld, höfundur notaði Skáldaleyfi sitt)
Síðan fór ég að hugsa.... ég meina þessi einstaklingur er blendingi. Blanda af svötum og HVÍTUM manni. Afhverju ætti hann miklu frekar að vera hluti af "svertingja samfélagi" heldur en hvítu? Það sést á honum að hann er blendingi, hann er ekki alveg svartur og ekki alveg hvítur. Hann er á milli samfélaga.
Fordómar... koma stundum aftan að manni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli