Vinna
Jæja nú er ég buín að segja upp í vinnunni. Ég reyndi að ná tali af deildarstjóranum mínum en það gafst ekki næði til þess svo ég sendi honum bara tölvupóst. Nú er það official. En deildarstjórinn vill endilega hafa mig og hann var að tala um að bjóða mér vinnu allan daginn.
En já ég mun hætt í haust. Ef allt gengur eftir. En ég hef ekki miklar áhyggjur vegna þess að ég er að vinna við að gera rannsókn í sumar sem mun dragast öruglega eitthvað fram í haust.
Svo kemur ÚTLÖND!
Þessi útþrá er að verða óþolandi. Mig dreymir drauma um það. Mig klæjar í skinninu við að fara út. Bara út... Mig dreymdi draum þar sem Leifur bauð mér að koma til sólarstrandar sem var á vesturströnd Póllands.. en ég man ekki mikið eftir þeim draumi... aðalega man ég að ég hugsaði að þetta hlyti að vera draumur!
En já... búin að hætta í vinnunni... allt gengur vel.. orðin eldgamall.. er að fara fund á morgun... crap!!!!!.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli