28 maí, 2003

Rauði Krossinn

Til hvers er Rauði Krossin? Þessa spurningu hef ég stundum heyrt þegar ég er að tala við fólk um hann. Þegar ég minnist á það að ég sé á leiðinni til útlanda heyri ég að Rauði Krossin sé að bruðla með penginga og hann eigi allt of mikið af honum osfrv. Þetta fer stundum í mig. En ég aldrei hef ég átt svar við þessu og stundum hef ég verið að hugsa það sama. Til hvers er hann?

Rauði Krossinn var stofnaður til þess að vernda særða hermen. Hugsunin var að hver sem særðist á skilið að fá læknishjálp alveg sama í hvaða herdeild hann er í. Þegar Rauði Krossin stækkaði þá ver líka fjallað um staða óbreyttra borgara, stríðsfanga ofl. Nú er Rauði Krossin einn stærsta hjálparsamtök í heimi með hundruðu þúsunda sjálboðaliða og gríðarlega starfsemi. Það eru öll mál þar sem fólk þarf hjálp, þar sem Rauði Krossin reynir að aðstoða. Náttúruhamfarir, stríð, hungursneyð, flóttamenn osfrv.

Þessi samtök taka ekki aftsöðu með þjóðum eða löndum. Hugsunin er að stöðva þjáningar en ekki að stíga á neina tær. Samtökin hafa tekið samt afstöðu gegn til dæmis jarðsprengjum.

En hvað á Rauða Krossin að gera á Íslandi? Á íslenskum mælikvarða þá er Rauði Krossin frekar auðugur. Eignir hans eru taldar vera um rúm Miljarður. Þetta er mikill peningur og í hvað fer hann? Á Íslandi eru engin stríð, fá átök... hvað á þessi peningur í að fara í?

Hugsunin eins og ég skil hana með Rauða Krossinum á Íslandi er að vera þar sem stjórnvöld eru ekki. Rauði krossin rekur dvalarstað fyrir geðfatlaða á fjórum stöðum í landinu. Afhverju gerir hann það? Vegna þess að það er engin staður fyrir þetta fólk eftir að það er komið útaf spítulunum, þetta er auðvitað aðalega fyrir fólk sem er ekki nógu veikt til þess að vera inná stofnunum en of veikt til þess að geta tekið almennilega þátt í samfélaginu.

Rauði Krossin reynir að stoppa í götin þar sem þar lekur. En síðan má ekki gleyma því að Rauði Krossin spilar mikið hlutverk inní almannavörnum Íslands. En það gerist sjaldan og það þarf auðvitað fólk til þess að vera vel þjálfað og í góðu formi. Og alltaf að vera tilbúið. Það er hægt með því að láta Rauða Krossin vera starfandi alltaf ekki bara þegar eitthvað kemur upp á.

Hugsun Rauða Krossin á líka erindi á hinn skemmtilega nútíma. Rauði Krossin "predikar" mannúð, virðingu fyrir náunganum og friðsemd. Er það ekki eitthvað sem á eridni við alla!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli