05 maí, 2003

Bækur og bíó

Ég horfði á myndina "Barry Lyndon" í gær eftir snillinginn Stanley Kubrick. Þessi mynd gerði það að verkun að ég óska þess, enn og aftur, að hann hefði verið lifandi nógu lengi til þess að gera myndina A.I. Mynd sem Stanley hafði ætlað að gera lengi en hafði ekki lagt í hana vegna þess að honum fannst tæknibrellurnar ekki vera nógu góðar. Síðan ákvað hann að gera myndina en var búin að ákveða að gera Eyes wide shut á undan. Hann lést við lokaframleiðsluna á henni. Sú mynd var mjög góð og einn flottasti koss sem ég hef séð í bíó var í henni (þegar Tom Cruise ætlar að kyssa vændiskonuna).

En honum tókst ekki að gera A.I og Steven Spileberg gerði hana. Fín mynd! En ég held að hún væri öðruvísi ef Stanley hefði gert hana. Ég bölva honum að deyja svona fljótt!

En ég keypti bók um helgina.. sem er nú ekki neitt nýtt... en ég ætlaði að kíkja í hana í gær, ætlaði bara að lesa í svona klukkutíma áður en ég fór að sofa. Fór að lesa klukkan ellefu og lagði bókina frá mér um hálf þrjú.. með erfiðismunum. Núna bíða ég bara eftir því að losna úr vinnunni til þess að geta lesið hana aftur. Ferlegt þegar bók nær svona gríðalegum tökum á manni. Þetta er bókin Bag of Bones e. Stephen King. Búin að lesa um helminginn og hún er ennþá að koma mér á óvart, oftast þá get ég séð hvert bókinn er að fara með mig... hvaða atburðarrás er að fara af stað... en ekki í þessari bók. Á hverri síðu er eitthvað óvænt að gerast.

Mig hlakkar svo til!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli