31 desember, 2004

Einhver samtíningur

Hitt og þetta

Kleifarvatn var góð. Fer á sömu hillur og Mýrin og grafarþögn í gæðum. Er núna að lesa Abarat - days of magic/nights of war.

****

Fór á bar í gær og drakk smá öl. Lykta eins og sígaretta. Fer endalaust í taugarnar á mér.

****

Þegar ég sef lítið þá fer það í skapið á mér.. er að komast betur og betur að því. Ætti alltaf að gefa viðvörun við fólk sem er að tala við mig "varúð.. ég svaf lítið í nótt og er frekar þreyttur". Kannski búa til svoleiðis bol.

****

Er að vinna. Ferlega fúlt.

29 desember, 2004

Arnaldur Indriðason

Arnaldur Indriðason

Eftir að ég hafði lagt frá mér bókina eftir Braga þá var stefnan tekin á Kleifarvatn e. Arnald. Eftir nokkra mínútna lestur þá var ég gripin.

Íslenskar glæpasögur.. hnuss það er nú meira bullið.. ég hugsa að margir hugsa svona. En ef fólkið sem hugsar svona en les samt glæpasögur en bara ekki frá Íslandi. Þá mæli ég með því að það fólk brjóti odd af oflæti sínu og lesi eina af hans sögum. Hann segir góðar sögur með fínni fléttu og vel sköpuðum persónum. Flestar af hans sögum (fyrir utan Napoleon skjölin og Synir duftsins) eru sögur sem maður getur ímyndað sér að geti átt sér stað í íslenskum raunveruleika. Flest morðin í sögunum eru framkvæmd að illa yfirlögðu ráði, í heift og reiði. Síðan er reynt að hylma yfir glæpinn.

Lesa Mýrina eða Grafarþögn. Dauða Rósir og Napóleon skjölin eru líka mjög góðar. Röddin og Bettý er svona í meðallagi en synir duftsins er frekar slöpp (líka hans fyrsta bók). En mæli hiklaust með að fólk kíki á bækur kallsins og ef einhver þarna úti sem hefur ekki ættingja eða vini til að lána sér bók þá get ég lánað einhverja bók (þó að það vanti Napóleon skjölin í safnið.. hver er með hana í láni???).

Ég er ekki enn búin með kleifarvatn en hún er mjög grípandi og áhugaverð. Stíllin er í áttina að grafarþögn þar sem tvær sögur eru sagðar samtímis. Ein úr fortíðinni og síðan söguna af Erlendi og félögum að rannsaka málið.

28 desember, 2004

Bókalestur og aðrar hugrenningar

Kláraði Samkvæmisleikir e. Braga Ólafsson í gær.. ok.. í nótt. Ætlaði aðeins að kíkja í hana eftir að ég var búin að horfa á imbann. Var síðan það áhugaverð að ég varð að klára hana. Las síðan síðasta kaflann tvisvar.

Þetta er önnur bókin sem ég hef lesið eftir Braga Ólafsson. Hann skapar mjög áhugaverðar persónur sem maður vill sjá meira af. Eftir að lestur bókarinnar þá skapaðist miklar vangaveltur. Hann skilur eftir helling af lausum endum sem eru hangandi óhnýttir í vindinum. Sagan fjallaði aðallega um Friðbert og síðan fólkið í kringum hann. Atburði tengda þeim. Það eru örugglega svona 10 persónur í bókinni sem er fjallað mikið um og eru það áhugaverðar að maður vill vita meira um. en síðan þegar lestrinum lauk þá vill maður fá meira. En er einhvern vegin ánægður.. hálf fullnægður eftir lesturinn.

Hún er samt gróf á köflum og athafnir sumra í bókinni eru viðurstyggilegar. En Braga tókst að skapa mjög áhugaverða fléttu. Sem er samt ekki fyrir alla.

*****

Ég hef tekið eftir því að fólk er byrjað að velta sér aðeins upp úr því að ég hafi misst trú á mannkynið. Jafnvel grunar mig að fólk haldi að þetta sé eitthvað tímabil hjá mér. En málið er því miður ekki svo einfalt. Ég finn að allar mínar heimspekiskoðanir og allar mín trú sé að hrynja og grotna niður. Stundum hugsa ég um þessar skoðanir og finnst þær vera svo barnalegar og bjánalegar að það hálfa væri nóg.

Ég er ekki að segja með þessu að næsta sem ég mun gera er að ganga í útlendinga hersveitina og vilji skjóta fólk eða ég muni gleyma vinum mínum og fara hegða mér eins og siðblendingur. Kannski seinna en ekki sem stendur... Er bara að uppgvötva það að það eru engin algild siðalögmál eða alheimsreglur. Lífið er bara ein stór ringulreið sem engin regla er á. Ekkert haldreipi sem er hægt að halda í (nema kannski blekkingin). þannig að frumskógarlögmálið á svo við. En ég veit að maður uppsker eins og maður sáir.. þess vegna mun ég ekki brenna allar brýr á bakvið mig.

Já... merkilegt...

27 desember, 2004

Jólagjafir

Jólagjafir

Verður maður ekki að þakka fyrir jólagjafirnar sínar?

Stundum fara jólgjafir rosalega í taugarnar á mér. Þessi kvöð á manni að gefa gjafir getur verið algerlega niðurdrepandi. En þegar maður er að opna pakkana og sér viðbrögðin hjá fólki sem er ánægt með gjafirnar þá hverfur sú tilfinning.

En allavega þá fékk ég

Dauðans Óvissu Tími frá LSJ og fjölskyldu
Samkvæmisleikir frá Vargi og Jóhanni og dóttur (þ.e.a.s ég fékk tvö eintök af þeirri bók).
Kleifarvatn og ullarsokka frá Ömmu og afa álftamýri
Abarat - days of peace, nights of war frá Dóu
Mixer og the times atlas of world history frá mömmu og pabba.

Innilegar þakkir fyrir góðar gjafir.

23 desember, 2004

Jungle Speed frh.

Sagan af Jungle Speed
Öruglega 3. þáttur

Jæja.. nú er komið að því að rafrausast meira um Jungle Speed (eða frumskógarfár eins og sumir kalla það).

Við keyptum 500 spil frá Frakklandi og settum þau í búðir. Hjá Magna, Nexus, Pennan, Hagkaup og BT. Á einni viku höfum við síðan selt þau öll. Í þessum töluðum orðum er ég með þrjú spil út í bíl og það er allur lagerinn minn.

Það eru þó nokkur spil í umboðssölu en satt að segja þá held ég að það séu engar líkur á því að þau verði skiluð.

Þetta er frábært spil og er að seljast vegna þess. Ekki vegna þess að við erum búnir að eyða þúsundum króna í auglýsingar heldur selur varan sig sjálf.

Sem er auðvitað bara frábært.

Verð með kynningu í Bókabúðinni Hlemmi og í Pennanum Austurstræti í dag. Ég vona að ég komist í skötu til ömmu í kvöld.

******

Bíllinn fór ekki í gang í morgun. Rafhlaðan var dauð.. þurfti að fá start. Hringdi í LSJ og hún senda Íbba sinn. Skil ekki fólk sem vill standa í þessu endalausa veseni.

Var svo stressaður þegar ég var að fara sofa að ég gat ekki sofnað.. Hugurinn fór út um allt... jungle speed, íbúðin mín, jólin, jólgjafirnar, jakkaföt?, herbergisfélaginn, Hallur, spilerí, Axis and allies.. you get the picture. Ég vildi fara að sofa þannig að ég prófaði joga hugleiðsla. Hugsaði um andardráttinn og spennti upp allan líkamann.. virkaði 100%. eftir 10 mín af þessu þá sofnaði ég.

20 desember, 2004

pearls before swine

Brandari

Þessi er snilld!!! Þurfti að koma því að!

Kúkalappi

Kúkalabbi

Þessi færsla er ekki fyrir viðkvæma!
Þessi færsla er ekki fyrir fólk sem hneykslast á athöfnun annarra!
Þessi færsla er ekki fyrir flesta!Ertu ennþá að lesa? OK.. þessi færsla fjallar um mann sem var að kúka í buxurnar!

Þessi maður er ég!

Jæja.. ef þú ert komin svona langt þá er það bara sjálfum þér að kenna.

Ég veit ekki af hverju ég er að segja frá þessum hluti á opinberum vettvangi. Hvaða sýniþörf þetta er. Af hverju ætti ég að fjalla um þetta hér? Er þetta ekki best geymt í einhverju dökku skúmaskoti huga míns?

En af einhverjum ástæðum þá langar mig að segja frá þessu og gerast jafnvel það djarfur að segja að þetta er eitthvað sem allir geta lent í og ætti ekki að vera feimnis mál.

En allavega. Á laugardaginn þá var ég með kynningu í kringlunni á spilinu mínu og það gekk bara ágætlega. Eftir smá rölt um svæðið þá var ákveðið að fá sér að borða.

Frábær matur sem var keyptur á stjörnutorginu og ekkert við honum að kvarta. Ég fór síðan heim til mín og þurfti að setja spilin niður í geymslu. Þó nokkrir pappakassar með spilum sem ég þurfti að ferja. Ég var þá byrjaður að finna fyrir smá óþægindum.

(hlé.. þarf að útskýra soldið.. sko.. I have a condition.. það er kallað ristilkrampi... virkar þannig að ef ég borða vissa gerð af mat þá fæ ég illt í magann.... oft þá krefst það ferð á klósettið til að losna við smá þrýsting en ef það eru ekki aðstæður fyrir klósettferðar þá þýðir það sársauka í smá tíma þar sem ég er að halda í mér á meðan kramparnir ganga yfir... sem tekur nokkrar mínútur og er mjög óþægilegt...Hlé búið)

Var komin með nokkra kassa niður í geymsluna þegar Leifur hringdi og við spjölluðum saman. Sagði honum frá deginum og hvað hefði gerst. Spjölluðum um framtíðina o.s.frv. Á meðan á símtalinu stóð þá ókst óþægindin og ég fann að krampi var að byrja. Ég staddur í snjókomu með helling af pappakössum og með leif í símanum. Ég tók þá afdrífaríku ákvörðun að bara þola þetta í smá stund. Eftir smá spjall við leif þá kvaddi ég hann og ákvað að henda þessum kössum inní geymslu. Setti nokkra kassa á smá "trolley" (man ekki ísl. orðið.. það er frekar slæmt...) og rúllaði með þá í áttina að geymslunni. Þá kom stórt krampakast og ég þrýsti rasskinnunum saman.. var frekar mikill og vondur...

og ég fann það að eitthvað hafði sloppið út og verið kramið. Mjög óþægileg tilfinning að vera staddur úti með "trolley" fulla af pappakössum sem er full af rándýrum spilum, bíllinn og geymslan opin, og lyktin byrjar að magnast.

Ég panikaði ekkert, barðist bara við það að eitthvað fleira slyppi út. Henti dótinu í geymsluna og lokaði bílnum. Fór síðan upp í íbúðina og beint á klósettið. Sem betur fer var engin heima! Lauk mér af þar og henti mér strax í sturtu. Setti síðan fötin í þvottavélina og á hæsta styrk.

Notaði hálfan lyktarspreisbrúsa um íbúðina, þreif klósettið og baðið vel og vandlega, klæddi mig í ný föt og var tilbúin í allt. Annar herbergisfélagin kom svo eftir 10 mín og síðan komu tveir vinir mínir í heimsókn stuttu eftir það. Engum þeirra grunaði að ég hafði verið nýbúin að kúka í buxurnar.

17 desember, 2004

Jungle speed

Stóri dagurinn er runninn upp!

Já ný sending af Jungle speed er loksins komin.

Þetta er búið að vera hrikaleg vika. Bankinn gerði mistök sem var til þess að peningarnir fóru ekki til réttra aðila. Síðan fór sjálf sendingin seint af stað.

Á meðan er ein búð búin að hringja og biðja um spil, penninn er búin að hringja og biðja um fleiri spil, vinir og kunningjar búnir að biðja um nokkur, hefði getað selt nokkur til stúdentakjallarans á miðvikudaginn.

Þetta er búið að vera sorglegt. Síðan má ekki gleyma því að jólin eru eftir viku svo að við erum ekki beint á réttum tíma. Ferlegt.

En maður verður víst að horfa jákvætt á hlutina. kannski verður geggjuð sala á þessu og við losum okkur við sendinguna fyrir jól (efast um það.. en maður má alltaf vona..).


15 desember, 2004

Spurningar um Sivar

Spurningar um Sivar

Hermikráka, hermikráka, hermikráka... ég myndi heyra þetta ef ég væri krakki.

ég bjó til spurningar um mig og hvet alla til að svara þeim. Þetta eru spurningar í anda óskimóns og Karó.. egosentrískar spurningar um mig, mig, mig!

Scoreboardið

Half Life 2 - frh

Half life 2 og bíó

Ég fór heim eftir prófið og ætlaði að leggja mig (svaf bara í 3 tíma nóttina áður) en ákvað að kíkja á Half life. Byrjaði klukkan eitt....

Lagði svo tölvuna frá mér um tíu leytið. Eftir að leikurinn var búin. Hann er rosalegur.

Bardagarnir við Striderana eru mjög skemmtilegir og þegar fjölda bardagarnir eru... varð veikur í hnjánum.

Enda "borðið" eða þegar maður er komin inní citadelið er frábært. Fannst ótrúlega gaman að nota gravity gunnið á þennan hátt. Og henda köllunum fram af syllunum og sjá þá snúast á leiðinni niður.. ótrúlegt.

Ég sá G-mannin einu sinni á skjá. Sá einhver hann oftar (kallinn með skjalatöskuna).

Eftir þessa níu tíma stanslausu keyrslu.. þar sem ekkert var borðað og skropið á klósettið tvisvar þá var ég soldið ruglaður... fór út í sjoppu og keypti mér samloku og leigði mér mynd. Jersey girl. Fín ræma... ég játa það að ég hefði aldrei tekið þessa mynd ef þetta væri ekki mynd eftir Kevin Smith. Ekkert spes en fín.

14 desember, 2004

Próflok

Próflok

Já fyrsta og síðasta prófið á þessari önn er lokið. Svaf þrjá tíma í nótt en ég rúllaði prófinu upp. var líka frekar lengi í því. Notaði allan tíma nema 15 mínótur.

Er búin að ná prófinu svo mikið er víst.. en ég veit ekkert hvaða einkunn ég fæ.. Gæti fengið 6 og jafnvel upp í 9.

Kemur bara í ljós.

13 desember, 2004

Ýmislegt.

Hitt og þetta

Er að læra undir próf sem er á morgun. Tek mér frí eftir hádegi og ætla að lesa. Búin að frumlesa flest allt efnið og ætla að klára það sem ég á eftir. Mun síðan auðvitað taka þetta próf í nefið.

****

Tók mér smá frí á próflestrinum í gær og horfði á The living daylights. Fannst hún bara ágæt. Það var heil brú í söguþræðinum. Timothy Dalton stóð sig bara nokkuð vel. Augljóslega hefur hann reynt að ljá James Bond tilfinningum. James Bond var pirraður og á köflum var hann reiður. Eini gallinn við myndina voru vondu kallarnir. Þeir voru bara frekar flatir og lásí. Plottið var líka ekki heimsendaplott. Var bara um eitthvað dóp. Gráðugir menn sem vildu ná sér í smá pening. Þegar ég horfi á þessa mynd þá finnst mér hálf sorglegt að Timothy hafi bara leikið í tveimur myndum. Það hefði verið flott að sjá hann í fleirum.

****

Búin að bæta við jólagjafalistann. Er bara búin að telja upp bækur. En satt að segja þá langar mig bara í þær....

10 desember, 2004

Úfff...

Föstudagur til fjárs!

Ég hefði átt að fatta það þegar ég braut debetkortið mitt í morgun. Eða þegar Hlölli hringdi og tilkynnti sig veikan.

Eða á þeirri staðreynd að fólkið sem er búið að hringja er búið að vera pirrað.. eða af því að það er búið að vera helling að gera.

En ég var grunlaus. Algerlega. Nú er bara spurning hvort að þetta muni versna....

08 desember, 2004

Half Life 2

Half Life 2

Dýrasti tölvuleikur sem einhver hefur keypt.. til þess að geta spilað hann þá þurfti ég að kaupa mér nýja tölvu. Ég lét vera af því í fyrra dag og var að leika mér í honum í gær. Rosalegur leikur.

er ennþá í hlutanum sem ég spilaði heima hjá GEB. En er með þetta stillt í hard núna og það er talsvert erfiðara.

Ég lék mér talsvert í half life á sínum tíma. Kláraði leikin og skemmti mér konunglega. Þessi lýtur út fyrir að vera jafn mikil skemmtun. Það er samt eitt við hann sem ég hef takið eftir. AI er ekki eins gott eins og í fyrri leiknum.. jú þeir stökkva á bakvið hluti o.s.frv. en löggurnar nota ekki handsprengjur sem mér finnst soldið slappt.

Það eru samt búið að vera ægilegar bardagasenur. Ég að hlaupa undan þyrlu með 6 löggur að skjóta mann og 3-4 manhacks að reyna sneiða mann í sneiðar (oft tekst þeim að).

Leikurinn er ótrúlega flottur og að þessi fítus að geta notað alla hluti í kringum sig er rosalega skemmtilegur. Hann markar tímamót þessi leikur.

**********

Jungle Speed í Stúdentakjallaranum í kvöld. Allir velkomnir. Hugsa að ég taki með mér extension í kvöld til þess að krydda tilveruna.


06 desember, 2004

James Bond

Bond, James Bond

Ég horfði með öðru auganu á a view to a kill í gær á Skjá einum. Þegar ég var yngri þá dýrkaði ég james bond. Dreymdi um að taka þátt í þessu skotbardögum á furðulegum stöðu og snúa á þessa rosalegu vondu kalla sem voru óvinir hans.

Í dag þá horfi ég á myndirnar og velti því fyrir mér hvort að þær hafi verið svona lélegar í denn? Hvort að einhver brjálaður vondur maður hafi ekki tekið þær og breytt þeim í millitíðinni. Mig minnir að síðasta mynd Roger Moore hafi verið frekar slöpp.. en þessi mynd var hræðileg. Leikurinn, handritið, plottið, bardagasenurnar, vondikallinn... alveg sama hvar maður drepur niður í þessari mynd.... það er lélegt.

Og þetta er ekki einu sinni James Bond mynd. Hvað myndi James Bond gera ef rosalega sexí gella myndi vilja sofa hjá honum? Hann myndi auðvitað vippa sér í bólið og helst taka vinkonu hennar með. En í þessari mynd þá býr hann um hana og breiðir yfir hana og slekkur síðan ljósin.. vantaði bara "góða nótt elskan".

Ég ætla að forðast það að horfa á myndina Octopussy.. sem mér fannst BESTA James Bond mynd EVER.

Held að ég lifi með minninguna.

03 desember, 2004

Lýðræði

Lýðræði

Ég styrkti þjóðarhreyfinguna um 1000 kr. til þess að fá greidda auglýsingu í New York times.

Þessi stuðningur var ekki gerður í krafti lýðræðis vegna þess að alþingismenn fengu ekki kjósa um þetta.

Þessi stuðningur er ekki gerður með mínu samþykki mínu og ég vil mótmæla honum. 1000 kall er það minsta sem ég get gert.

Ég veit ekki hvort að þetta sé rétta leiðin til þess að styðja þetta. En þetta er það eina sem mig dettur í hug í augnablikinu (fyrir utan egg og stjórnarráðið).

02 desember, 2004

Bíll?

Aksjón...

Það er svo margt að gerast að það hálfa væri nóg..

Jungle speed er að ganga vel.. og það var margt sem kom upp á sem við höfðum lítið spáð í. En erum að uppgvöta núna. Að hrökkva eða stökkva.. það er spurninginn.

Fólk er almennt mjög hrifið af spilinu og ég hef ekki hitt neinn ennþá sem hefur sagt að sér leiðist spilið.

Er meira að segja að spá að leigja mér bíl.. eða jafnvel kaupa svo að ég geti snattast vegna spilsins. En er það þess virði?

L-12.. þarf að fara klára hana. Á eftir að gera smá hluti í henni. Hengja upp ljós og setja upp hillur, hef bara ekki gefið mér tíma til að sinna því.

Ákveðin verkefni innan Rauða Krossins sem mig langar að klára (eða byrja á).

og síðan er próf þann 14.desember sem ég þarf víst að læra fyrir... aaahhh.. 12 dagar í það..

Og B.A ritgerðin.

Ég spyr ykkur.. er þetta nokkuð of mikið?

01 desember, 2004

Jungle Speed!! og smá um Sin City


Jæja nú er tækifæri til að kynnast Jungle Speed. Fann meira að segja góða heimasíðu um þetta spil.
Klukkan 21:30 á stúdentakjallaranum. Og ekki væri vitlaust að mæta klukkan 20:00 og taka þátt í Rösquis.. sem er einhverskonar barspurningaleikur.


***** (ég vil ekki hafa ### þar sem annar notar það)


Ég fann í gær smá clip frá Sin City sem var sýnt á einhverri teiknimyndahátíð í BNA. 24 mb.. þarf að fá mér meiri niðurhal.
En það var þess virði.. sjit hvað þetta var flott. 6 mínútna myndbrot þar sem flestar persónurnar sjást. Miho (flott), Dwight (sem ég er soldið hræddur við), Marv (kikknaði í hnjáliðunum), Hartigan (sást ekki mikið), Gil (eins og hún átti að vera), Nancy (flott stelpa.. gerir ekki mikið annað í teiknimyndasögunni), Junior/yellow bastard (Vaaaáááá... flott gervi).
en myndbrotið er lítil saga þar sem er tekið ákveðin smásaga sem heitir "The dame in Red".. ef mig minnir rétt. Og ef það gefur ekki tóninn fyrir myndina.. þá veit ég ekki hvað.

29 nóvember, 2004

Sin city

Sin city

Það er nokkrar bíómyndir sem mig hlakkar til að sjá. Series of unfortunate events, Batman beginning og síðan SIN CITY.

Er búin að vera lesa ýmisleg á netinu af þessari mynd og sjá nokkur screen shot. Sjit.. Sjit... sjit.. mér sýnist þetta vera bara myndasagan sett upp í kvikmyndaform.

Fyrir þá sem ekki vita þá eru Sin City sögurnar fullar af hrottaskap, testósteróni og fleiri skemmtilegheitum. Oftast eru þetta stuttar brútal sögur.

Kíkið á pósterinn...

Hlakka svo til.....

26 nóvember, 2004

Jungle speed á gauknum

Jungle speed á gauknum!

Já Jungle speed kíkir á gaukinn næstkomandi sunnudag. Tilboð á bjór og boðið verður upp á skemmtilega kvöldstund. Auglýst byrjun er 21:30 en við verðum mættir með gleðina um níu leytið.

Sá sem mætir og segist koma vegna þess að hann sá auglýsinuna á þessari síðu fær verðlaun!
(verðlaunin er: viðurkenningarspjald sem á stendur "Ég sá auglýsinguna á Sivar.blogspot.com" og síðan er broskall)

Spilerí

Uppgjörið nálgast.
"Hann samþykkti þetta ekki. Kallaði okkur void notendur. Hvatti hann til að fara frá okkur"
"Ég vissi svo sem að hann myndi ekki samþykja þetta, en heldur þú að hann muni setja áætlanir okkar í hættu?"
"Mér sýnist ekki. Hann ætlar að ferðast norður til hinna"
"Jæja þá fær William að ráða hvað verður um hann"

"Heldur þú að William ráði við þetta?"
"nei ég held ekkert. Hann mun gera þetta vel ef hann vill"
"Vill?"
"Já ég hef svolitlar áhyggjur af honum. Þessi aðskilnaður við fjölskylduna er víst ekki að hafa góð áhrif á hann. Þessi Cordy er að gera hann brjálaðan. En heldur honum uppteknum, sem er bara fínt miðað við kringumstæðurnar"
"Heldur þú að hann myndi snúast á móti okkur ef hann vissi sannleikann?"
"Ég veit það ekki.. satt að segja. Held að hann væri ekki sáttur. Sem er ekkert undrunarefni, við erum að fara á bakvið hann."
"það er nauðsynlegt.. er það ekki?"
"hahaha.. það varst þú sem ákvaðst það" Segir hann og brosir
"Já ég veit.. Fannst þetta vera það eina rétta í stöðunni. En núna er ég ekki svo viss"
"Treystu innsæinu þínu. Það hefur virkað vel hingað til. Hann William á eftir að sjá ljósið, það er engin spurning. Fylgdu bara áætluninni"

*******

"eru Herirnir á sínum stað faðir?" Spyr Prinsinn
"já þeir eru þar sem þú baðst að þeir myndu vera" svarar konungurinn höstugur. "Af hverju viltu fara í þennan leiðangur? Það er ekkert þarna megin við ánna nema skítugir bændur og málaliðar"
"land okkar ætti að vera stærra. Ég get gert það með þessum her. Ég get látið þá krjúpa í moldina fyrir min... þinni dýrð"
"Iss.. minni dýrð.. þú ert bara metnaðargjarn hundur. Réttast væri að hengja þig í næsta tré, skítuga fíflið sem þú ert"
"fa..." Prinsinn tekur skref aftur á bak
"Já þú veist alveg hvernig ég hugsa um þig. Vertu ekki svona hissa. Ég veit að þú njósnar um mig en heldur þú að ég geri ekki nákvæmlega sama?"
"Þú gefur mér engin völd.. ég þarf alltaf að...." Segir prinsinn á milli samanbitna tanna
"Hættu að væla drengur. Engin völd? Þú færð þau völd sem þú vilt, Sonur. Núna ertu að fara í tilgangslaust stríð um lönd sem eru ekki túskildingsins virði og það ert þú sem leiðir herinn áfram" Hreytir konungurinn í son sinn. "Þú ert eini sonur minn og þess vegna færðu að lifa."
Sonurinn stífnað af reiði og í eitt augnablik þá virðist vera eins og hann ætli að ráðast á föður sinn.
"Ekki gefa mér þennan svip og þú veist vel að ég gæti lamið þig með annarri hendi. Ef við værum í heimalandinu þá væri löngu búið að flá þig lifandi. Aumingi. Farðu. ég skammast mín við að horfa á þennan aumingja sem ég kalla son. Farðu og sýndu að það sé einhver töggur í þér." Konungurinn snýr bakið í hann og horfir út um gluggann.
Sonurinn horfir á hann með reiði glampa í augunum en bakkar út úr herberginu. Heyrist tuldra fyrir munni sér "bíddu bara, ég skal sko sýna þér hver er aumingi"

*****


23 nóvember, 2004

Jungle Speed kvöld

Jungle Speed á stúdentakjallaranum

Já.. við verðum með kynningu á þessu frábæra spili á stúdentakjallaranum á morgun (miðvikudag) klukkan 21:30.

Kíkið á vefsíðu junglespeed.

Ég... sölumaður???

Ég... sölumaður???

Maður hefur einhverja ákveðna hugmynd um hvernig líf mans verður. Maður ímyndar sér að eignast börn, fara í skóla, og vinna einhverja vinnu.

Ég hef alltaf ímyndað mér að ég mundi vinna einhverja vinnu þar sem ég er undirmaður, tek við skipunum og fæ minn launatékka (sem væri ekki hár). Sölumannsstarfsemi, fyrirtækjarekstur, og þess háttar hef ég alltaf ímyndað mér að ætti alls ekki við mig.

En í dag er ég allt í einu komin í þessar stöður. Ég og Leifur erum að kynna spil sem við höfum hugsað okkur að selja. Erum búnir að skipuleggja spilakvöld og erum í samningsviðræður við verslanir.

En þetta er svo í hrópandi andsögn við mína sjálfsímynd. Ég veit stundum ekkert hvort að ég eigi að gleðjast yfir þessu eða vera hræddur.

Ég hef á tilfinningunni að þetta muni mistakast, að fólk muni hlæja að mér, að ég muni klúðra þessu o.s.frv.

Það eina sem heldur mér við efnið er það að varan sem við erum með er frábær og sú vissa að ég mundi sjá eftir því ef ég mundi ekki gera þetta.

22 nóvember, 2004

Kennarar

Kennarar (enn og aftur)

Það hafa komið skemmtilegar umræður hérna á minni síðu um kennara. Það eru samt nokkrir punktar sem mig langar að koma á framfæri.

1. Það var sagt að kennarar hafa alltaf borið ábyrgð á dyslexiu, þunglyndi, o.s.frv. Fyrir það fyrsta þá voru þessi hlutir ekki greindir og þar af leiðir þá ber engin ábyrgð á því. Annað þá voru kennarar sem sambærileg laun og aðrir (t.d framhaldskólakennarar).
2. Þegar það er brot á rétt einhverrar stéttar þá hefur það oft brotist óánægja út og fólk hefur oft mótmælt með táknrænum hætti. Andlátstilkinningar, svört föt o.s.frv. er þess vegna mjög skiljanlegur hluti af þessu (þótt að maður fái vægan kjánahroll við því). Viljið þið frekar að reiðin brjótist fram og fólk fari að kasta eggjum og múrsteinum í stjórnarráðið?
3. Börn eyða meiri tíma í skólanum í dag en áður. Foreldrar eru báðir útivinnandi og það er sífellt meiri krafa að uppeldi sé inní skólastofum. Það hefur birst meðal annars í aðalnámskrám.
4. Hvað með aðrar stéttir? Já hvað með þær? Eiga þær ekki alveg rétt á því að berjast fyrir sínum kröfum eins og aðrir?
5. Ég vona að kennarar hafni þessum nýja samningi. Ég held að hann sé skref aftur á bak. Engin rauð strik. Skólastjórnarpottur er feldur út og settur beint inní launatöflur (þannig að skólastjórnendur geta ekki verðlaunað góða kennara). Það er líka ekkert gert til þess að þetta koma ekki fyrir aftur (eins og að gefa sveitarfélögum svigrúm til að semja beint við kennara).

Ég veit að það eru ekki allir sammála mér og það verður víst bara að hafa það, en ég held að þið ættuð að lesa þetta (bls. 12) og athuga hvort að afstaða ykkar breytist.

19 nóvember, 2004

Kúlur

Súkkulaði hjúpaðar harðar karamelur.

Kúlur eða súkkulaðihjúpaðar harðar karamelur er vibbi. Skil ekki hvernig fólki geti fundist þetta gott.

Eins og flestir vita þá er ég alger nammigrís. Reyni að borða nammi bara þegar það er erindi til þess og þá fer ég oft og kaupi mér bland í poka. Ég bið alltaf um að það sé sleppt kúlum.

En næstum því í hvert einasta skipti fæ ég svokallaða vindla í pokann. Vitið þið hvað vindlar er? Það eru súkkulaðihjúpaðar harðar karamelur. Kúlur í dulargervi.

Verð alltaf jafn pirraður á þessu.

(ég veit... ég tuða mikið... það er búið að segja mér það)

17 nóvember, 2004

Kennarar

Kennarar og barátta þeirra.

Eftir að hafa lesið og heyrt á ýmsum stöðum að samúð gagnvart kennurum fari þverrandi þá ákvað ég að taka til máls.

Kennarar ákváðu að fara í verkfall, sem er þeirra lögfastur réttur. Réttur sem verkalýðsfélögin háðu baráttu um á sínum tíma. Þetta var réttur sem var talin nauðsynlegur til þess að knýja vinnuveitendur um betri kjör. Þeir fóru í verkfall vegna þess að þeir vildu freista þess að fá betri kjör. Við vitum öll hvernig þetta verkfall fór. 92% kennarar neituðu miðlunartillögunni og lög voru sett á þau.

Kennarar upplifðu það að eftir tæp tveggja mánaða baráttu þá var völdin tekin af þeim og það átti ekki að koma niðurstaða úr því fyrr en eftir áramót... ekki fyrr en í mars.

"Landslögum skal fylgja" er setning sem margir eru búnir að segja eftir að það fréttist að þeir mættu ekki í vinnu. Bull og vitleysa. Landslögum skal ekki fylgja ef þau eru ósanngjörn! Haldið þið að mannaréttindabarátta hefði komist eitthvað áfram ef allir hefðu hugsað svona?

Af hverju eru kennarar svona fúlir? Það fúlir að þeir standa saman sem gerist aldrei í okkar þjóðfélagi. Standa svo mikið saman að það er ekki hægt að fá að hnika við þeirra kröfum. Þetta verkfall hefur sýnt að kennarar eru virkilega ósáttir við kjör sín. Er það einhver furða? Hafið þið velt fyrir ykkur kröfunum sem er sett á kennara.. kröfur sem hafa aukist gríðarlega.

Þeir eiga vera fyrirmyndir, þeir eiga að hafa reglu á bekknum sínum, þeir eiga að koma í veg fyrir einelti og hvers konar mismun, þeir mega ekki refsa börnum, þeir eiga að taka tillit til hvers einstaklings í bekknum, þeir eiga að fylgjast með einkennum heimilis og kynferðis ofbeldis, þeir hafa rúmlega 20 manns í bekknum, þeir eiga að herða róðurinn og bæta árangur nemenda sinna, fylgjast með einkennum dyslexiu og annarra þroskahömlunar, ná viðunnandi árangur á samræmdum prófum, ala krakkana upp í lýðræðisþjóðfélagi og hægt er að segja að þeir eigi að taka að sér stórt uppeldishlutverk.

Kröfurnar hafa aukist á kennara. En kjör þeirra hafa versnað. Samúð mín er gjörsamlega með kennurum, sérstaklega eftir þetta stórkostlega útspil ríkisstjórnarinnar.

15 nóvember, 2004

Um líf mitt og yndi

Þetta var þess virði

Ég vona að lesendur fyrirgefi mér fyrir síðustu færslur sem einkenndust af nöldri og neikvæðni. En núna er þetta búið. Á bara einn fund eftir sem ætti að vera auðveldur.

En þetta var þess virði. Ég fór í gær í búðina eftir að ritgerðin var tilbúin og það var búið að setja allt upp, búið að gera búðina tilbúna fyrir opnun í dag. Hún var flott. Leit vel út, var bjartari og opnari og einfaldlega fallegri.

Ég fylltist stolti og ánægju. Sá líka á fólkinu sem var með mér (F og H) að þær voru sáttar og glaðar.

Auðvitað var ég ekki einn sem gerði þetta. Við vorum 8 manna hópur sem létu þetta gerast.

Það er búið að skila ritgerðinni og ég er ágætlega sáttur við þá ritsmíð. Hefði getað verið betri en maður verður bara lifa við sín verk.

Helgin og kennarar

Helgin og kennarar

Föstudagur: Í búðinni frá hálf fimm til tíu og farið í ritgerðina eftir það.
Laugardagur: Búðin frá tvö til tvö. Kláraði málið að mestu.
Sunnudagur: Ritgerð frá hádegi til hálf átta. Búðin í klukkutíma. Skilað málningardóti. Ritgerð frá tíu til eitt.

Í dag er ég að fara gera annað verkefni, klára ritdóm í skólanum. Ætti að vera auðvelt. Vonandi verð ég komin snemma heim til að glápa á imban (finnst ég eiga það skilið).

Mæli með að fólk kíki í Rauða Kross búðina á Laugavegi 12!

Ég styð kennarana heilshugar í baráttur þeirra og þetta síðasta útspil þeirra er frábært. Ég veit vel að það er mikill glundroði í samfélaginu þessa stundina en við getum þakkað ríkisstjórninni fyrir það.

12 nóvember, 2004

Vinnan

Sumt fólk kann ekki að vinna!

Ég er að hlusta á samstarfskonuna mína sem er alveg í tómu rugli. Er að ganga út í hið óendannlega til að aðstoða kúnna. Það er að gera mig brjálaðan. Erum undirmönnuð og hún er búin að vera 3 korter að redda þessu.

Urrrr.....

Að innrétta

Að innrétta verslun

Hverjum helvita manni datt í hug að láta mig innrétta verslun? Ég er litblindur, hef engan áhuga á fötum, hönnun, innanhúsarkitekt eða eitthvað álíka. Samt er ég að sjá um að innrétta verslun. Sé um að flokka föt í búðina, raða inní hana, velja réttu innréttingarnar og spá í hönnuninni.

Var að mála í gær og komst að því að ég ætti ekki að hætta í dagvinnunni til að gerast málari. Allt ójafnt og lási. Betri í því að skera heldur en að rúlla.

hvað er fólk að spá að láta mig gera þetta. Bjóst við því að verslunarstjórinn myndi eitthvað líta við eða gömlu konurnar mundu segja eitthvað.. eða starfsmaður svæðisráðs myndi hafa meira samband. En svo er ekki. Það er bara ég og sjálfboðaliðarnir mínir (ef þau væru eldri þá myndi ég bjóða þeim upp á ærlegt fyllerí eftir verklok). Já hvað á ég að vera við krakkana mína sem eru búin að mæta mjög vel og standa sig vel? Hef ekki hugmynd.

Ritgerðin gengur ágætlega. Er komin með tvo kafla um Attac og PGA og er að skrifa kaflann þar sem ég ber þessi tvö "samtök" saman. Verðlaun fyrir þann sem veit hvaða samtök þetta eru.

Hlakka til á þriðjudaginn. Þá verður að vera búið að skila búðinni, ritgerðinni og ritdómnum.

Ég ætla fá mér bjór þá. Rölta inní bæ eftir þann tíma og finna mér einhverja krá og versla mér bjór. Bara einn... kannski tvo... eru einhverjir memm í fyllerí á þriðjudaginn?

10 nóvember, 2004

Upptekin

Upptekin

Sjit hvað ég er upptekin maður þessa dagana. Ég á ekkert líf. Það er margt í gangi.. þess vegna er ég upptekin!

Ég er að innrétta L-12 upp á nýtt... já ég.. litblindi maðurinn sem hefur engan smekk. En sem betur fer er maður ekki maður einsamall. Það er gott fólk með smekk (vonandi.. ) sem er að starfa með manni. En ég ber ábyrgðina. Á að sjá að til þess að allt verði tilbúið fyrir mánudaginn næstkomandi.

Síðan er ég að gera ritgerð í alþjóðavæðingu. Ritgerðin fjallar um Anti-Globalista og hreyfingar þeirra. Mjög áhugvert efni. Erum tvö að gera hana og hún gengur ágætlega. Á að vera stór ritgerð (20 bls.) og hún á líka að vera tilbúin á mánudaginn.

Síðan næsta þriðjudag á að vera tilbúin nemendafyrirlestur hjá mér og öðrum stráki. Ritdómur um bók.. sem er hundleiðinleg. Veit ekki hvernig það á eftir að koma út... öruglega vel... ritdómur um leiðinlega bók sem ég hef lítil sem engan áhuga á.... hljómar það ekki spennandi?

Deildarstjórinn minn er að sinna einhverjum verkefnum svo að ég sit í sætinu hans. Hann hafði svo samband við mig í gær og sagði að ég ætti von á launahækkun. Jíbbí jibbí jei! Sáttur við það.

05 nóvember, 2004

Að vera áhrifavaldur

Ég er búin að upplifa það að ég er að fara einhvern vegin inní lífið. Erfitt að útskýra þetta.

Mér finnst ég vera að fara taka þátt í fótboltaleik í staðin fyrir að standa á hliðarlínunni. Er að fara vera "mover" í heiminum. Og þessi tilfinning hefur sína góðu kosti og slæma galla. Koma upp helling af valmöguleikum upp þar sem ég hef áhrif á heimin. Stjórna mínum örlögum.

Í gær þá fór ég í viðtal í Dægurmálaútvarpi á Rás 2 og satt að segja þá stóð ég mig bara ágætlega. Er búin að hlusta á viðtalið og ég hiksta nokkrum sinnum og endurtek mig líka. En í heildina þá kem ég boðskap mínum vel fram.

Ég stóð mig líka vel á fyrirlestrinum í gær. Eini gallin var sá að eftir að ég var búin þá fór einn ráðstefnugesturinn að gagnrýna mig og hélt 4 mínútna einræðu þar sem kom engin spurning fram og útgangspunkturinn var sá að ég hafði ekki staðið mig vel. Ég var alveg brjálaður þegar ég gekk út úr pontu aðalega vegna þess að ég hefði getað svarað öllum gagnrýnispunktunum sem hún sagði. En ég hafði ekki tíma til að svara henni.

Bara allt í gangi.

04 nóvember, 2004

Á að borða með smekk

Sjit... sjit .... sjit...

Þarf að fara læra borða súpu án þess að þurfa að sulla út um allt.

crap....

Smekkur er málið.

03 nóvember, 2004

Ráðstefn

Kynfræðsla á villigötum?

Á morgun klukkan 15 í húsi Íslenskrar erfðargreiningar byrjar ráðstefna á vegum uppeldis og menntunarfræðinema.

Ég er þar með fyrirlestur sem nefnist "Kynfræðsla á villigötum?". Á ráðstefnunni verða margir mjög áhugaverðir fyrirlestrar og hvet ég alla til að mæta.

Nánari upplýsingar er Hér

02 nóvember, 2004

Olíufélögin part 2

Olíufélögin part 2.

Núna gengur póstur um svæðið þar sem fólk er hvatt til þess að kaupa bara bensín af olíufélögunum. Ekki kaupa gos og nammi af þeim.

Halló... bölvað rugl. Af hverju ættu maður að gera það? Og hvað lengi á þetta að vera í gangi?

Það er komnir nýir eigendur að olíufélögunum svo við værum að refsa röngum aðilum. Af hverju ætti að refsa fyrirtækjunum? Það voru mennirnir á bakvið sem gerðu þetta. Fyrirtæki er ekki persóna sem finnur fyrir iðrun eða tekur sönsum.

Munið það að það voru einstaklingar á bakvið þessar ákvarðanir. Það á að refsa þeim. Finna sökudólgana og sparka í þá. Ekki núverandi eigendur olíufyrirtækja.

01 nóvember, 2004

Olíufélögin

Olíufélögin

Nú er komin skýrslan um samráð olíufélagana. Þegar maður les umfjallanir um hana þá verð ég reiður. Fjúkandi reiður.

Maður les um spillingu af verstu sort. Svik, prettir, lygi o.fl. Allt gert til að hámarka gróðann.

Ég vil draga þessa menn til ábyrgðar. Þessi menn eiga að vera dæmdir fyrir fjársvik. Þeir mega ekki komast upp með þessi brot. Þeir mega ekki ganga í burtu með glott á vör og marg miljóna gróða í vasanum.

Hvar eru nú Davíð Oddson með "Svona gera menn ekki?" eða eins og hann gerði með KB-banka? Hvar er reiðin í samfélaginu? Hvar eru eggin þegar maður þarf á þeim að halda?

29 október, 2004

Roleplay

Árásin á Poisson 2. hluti

Jæja nóg um pedóa og annað niðurdregið efni. Tölum aðeins um roleplay.

Hjartað barðist í brjósti hans þegar hann gekk eftir stígnum. Það var að draga að kvöldi, alveg eins og hann vildi það. Menn hans gengu á eftir honum. Herinn hans hugsaði hann með sér stoltur, 800 manns sem fylgdu hans skipunum. Fyrsta herferðin hans þar sem hann stjórnar.

Hann vissi að annað hvort mundi hann ganga út sem sigurvegari eða deyja. Það var ekkert þarna á milli. Sigur eða Dauði.

Óvinur hans var víst kvennmaður og miskunarlaus í þokkabót. Hafði drepið um 200 óvopnaða menn sem höfðu gefist upp. Félagar hans. Hann hafði aldrei að vísu hitt þá og þeir höfðu slæmt orðspor á sér. En samt. Engin ætti að komast upp með þetta.

En vegna bardagans við Rísandi Sól þá gátu þeir ekki sent neinn her. 800 mans og síðan voru leigðir einhverjir skítugir Orkar. Hann vonaði að Orkarnir mundu ekki svíkja hann. Ef þeir gerðu það þá myndi hann deyja hérna strax í nótt. Glettin örlög, að treysta Orkum fyrir lífi sínu. Honum fannst þess vegna að hann gæti kastað Connent upp á líf sitt.

Samkvæmt upplýsingunum sem hann hafði þá höfðu þeir um 1400 manna her. Mjög vel þjálfaðan og síðan galdramenn. Engin vissi hvaðan þeir komu og engin hafði tíma til að athuga það. Hann sjálfur vissi ekki einu sinni hvers vegna í nafni St.Girds hann var staddur þarna, af hverju þetta gæti ekki beðið þangað til að hitt málið væri leyst.

En þetta var hans stóra tækifæri, tækifærið til að sýna fjölskyldunni hans að hann væri efni í hershöfðingja. Gera syni sína stolta af sér.

Hann var svo niður sokkin í sinar hugsanir að það þurfti að kalla á hann tvisvar svo hann fór að taka eftir því að það var her í skóginum. Menn hans fóru að vera órólegir. En hann sagði undirmönnum sínum að róa sig. Hann hefði búist við þeim.

En honum var samt órótt. Herin hans var næstum því búin að ganga framhjá þeim án þess að taka eftir þeim. Hann lét herinn stoppa og gekk fram ásamt sínum helstu ráðgjöfum. Á móti honum kom kvennmaður. "Jæja nú erum við jöfn" hugsaði hann "1400 á móti 1400 og síðan orkarnir til að bæta aðeins á vogarskálarnar". Hann byrjaði að finna fyrir þessum ilmi sigurs.

28 október, 2004

Barnagirnd

Meira um barnaníðinga

Ég held að ég sé ekki með mjög upplífgandi umræðuefni þessa dagana. En maður verður að losna við það sem maður er að hugsa.

Ég er búin að vera frekar sorgmæddur vegna fréttarinnar sem ég sagði frá í gær. En það er erfitt að skýra hvers vegna. En ég ætla reyna segja ykkur vegna hvers.

Það merkilega með barnaníðinga að það hefur verið fundið geðsjúkdómur sem kallast barnagirnd (Pedophilia) sem lýsir sig í því að einstaklingurinn er fullur ranghugmynda um börn og kynlíf. ef þú lest um geðklofa sem gera glæpi (fremja morð o.s.frv.) þá hugsar þú ekki fyrst um eld og brennistein. Þú veist að þessi einstaklingur er veikur og hann þarf hjálp.

Hver er þá munurinn milli manns sem þjáist af barnagirnd og manni sem þjáist af ofsóknarbrjáluðum geðklofa? Þeir framkvæma glæpi og eru þá ekki með réttu ráði. Það á að hjálpa svona mönnum.

En síðan kemur twistið... menn sem framkvæma kynferðisglæpi á börn greinast sjaldnast með barnagirnd. Ég las einu sinni að aðeins 3% gerenda greinast með þessa geðveilu. Meirihluti einstaklingana framkvæma þessa glæpi eru með skerta siðferðiskennd og eru undir einhvers konar álagi. Ég hef lesið líka að það er ólíklegt að þeir framkvæmi þennan glæp tvisvar.

Auðvitað eiga allir sem framkvæma svona glæpi vera sakfeldir. Það á að koma í veg fyrir að þeir gera svona aftur. Ég er viss um að það sé hægt að koma í veg fyrir að flestir kynferðisglæpamenn framkvæmi glæpina aftur. Með réttri aðstoð og meðferð.

En þeir sem eru greindir með barnagirnd á að loka inni að eilífu að minnsta kosti. Þeir eru eiginlega ólæknandi.

En síðan komum við að þessum einstaklingi sem framdi sjálfsmorð. Var hann greindur með barnagirnd. Var hann ein af þessum 3%? Ég veit það ekki og miðað við hvernig DV höndlar málið þá efast ég um það. Þau hafa ekki birt nafn einstaklingsins eða fjallað um hann á neikvæðan hátt. Ég held að það sé vegna þess að einstaklingurinn neitaði alltaf sektinni. En hann var dæmdur og tel ég það hafa verið góður dómur og mjög fordæmisgefandi. En ég held að Þessum einstaklingi hafi verið hægt að hjálpa og koma honum í þjóðfélagið aftur. Kannski hefði hann þurft að flytja til annarra landa til að geta verið óáreittur en ég held að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að hann hefði framkvæmt svona glæpi.

Ég hef kynnst barnaníðingum sjálfur í gegnum störf mín. Tveimur einstaklingum sem frömdu báðir alvarlega glæpi. Maður veit auðvitað aldrei hvort að þeir munu gera þetta aftur. En í þessum tilvikum þá finnst mér það ólíklegt.

Á maður að gefa glæpamönnum annan séns? það sem mér finnst sorglegt að í þessu tilviki sem ég las um í gær þá er það ekki hægt.

27 október, 2004

Fréttir

Fréttir

Fyrir tveimur dögum birtist frétt í fjölmiðlum þar sem var sagt frá því að maður var dæmdur fyrir kynferðisofbeldi gagnvart fósturdóttur sinni. Með samförum og þukli sem stóð yfir í nokkurn tíma. Dæmdur líka fyrir að káfa á vinkonu hennar. Þær voru um 14 ára.

Hann fékk þriggja ára fangelsi og þarf að borga yfir miljón í skaðabætur. Sögunni fylgdi að það var mikill þrýstingur frá móður og geranda um að draga málið til baka. En hún hélt áfram með málið.

Í dag kom lítil grein um að gerandinn hafði fundist á heimili sínu. Hafði tekið sitt eigið líf.

Ég finn bara til sorgar. Gagnvart báðum aðilum.

25 október, 2004

Bækur

Tvær Bækur

The Bad Beginning: Book the first er fyrsta bókin í Series of unfortunate events. Bók þar sem næstum því ekkert gott gerist í. Systkini sem missa foreldra sína og eru send til hryllilegs ættingja sem vill fá arfinn þeirra. Auðlesin og þrælskemmtileg bók. Höfundinum Lemoney Snicket tekst að mynda skemmtilega stemmingu í bókinni þar sem maður vonast eftir því að hlutirnir gangi upp hjá þessum systkinum en maður veit að það mun ekki gera það. Það eru komnar 11 bækur út í þessum bókaflokki og myndin er á leiðinni. Þannig að það er margt til að hlakka til.

Abarat eftir Clive Barker er barnabók. Hún er barnabók í þeim skilningi að söguhetjan Candy er barn og er alger hetja. En þetta er efni í góða martröð fyrir hvaða barn sem er. Clive Barker er mjög skemmtilegur höfundur og ef þú hefur ekkert lesið eftir hann þá ættir að taka upp einhverja bók eftir hann. En Clive Barker er ekki barnabókarhöfundur. Heldur er hann hryllingsbókahöfundur og leikstjóri nokkurra hryllingsmynda, sjá nánar um kvikmyndaferilinn.
Sá sem hefur lesið eitthvað eftir Clive Barker sé strax einkennin hans. Skrýtnar sögupersónur og hryllingur. Það er á köflum sem maður efast um að þessi bók eigi eitthvað erindi í hugarheim barna. Lík barin í duft, persóna sem dregur sverð úr líkama sínum, galdramaður sem myrti félaga sína í svefni, vondi kallin sem lenti í því að segja orðið ást og amma hans saumaði munninn hans saman, verur sem eru búnar til úr skinnum o.fl ofl. Þvílíkar furðuverur sem sjást sjaldan í bókum.
En bókin er frábær. Hann er að leita á slóðir Harry Potters en býr til annan heim með göldrum, furðuverum o.fl. Hugmyndaflugið er ótrúlegt og atburðarásin er hröð og spennandi.

Mæli með þeim báðum.

22 október, 2004

Halli sem spilari

Spilapælingar

Ég á að fara spila í kvöld. Hann Halli Dökk ætlar að taka Hunter fyrir, þar sem ég spila hin geðveika Postman. Frábær karakter sem er jafn geðveikur og það er skemmtilegt að spila hann. Er einstaklingur sem eltist við vampýrur og hann útrýmir þeim á allan mögulegan og ómögulegan máta. Er líka eftirlýstur fjöldamorðingi.

En það er eitt sem setur ljótan blett á þetta. Ég er hættur að fíla hvað hann Halli tekur kæruleysislega á hlutunum. Við erum búnir að reyna að koma saman spilasession í nokkrar vikur og alltaf hefur eitthvað komið uppá. Hann Halli kvartar mikið undan þessu og ég skil hann mjög vel. Málið er að við vorum búnir að setja saman session í kvöld og ætluðum að hittast klukkan átta. Síðan segir hann að hann muni koma seint. Rétt eftir átta og í síðasta lagi klukkan níu. Allir sem þekkja manninn vita að hann mun koma klukkan níu í fyrsta lagi (ef við erum heppin) en mjög líklega mun hann koma hálftíma of seint.

Þessu nenni ég varla. Ég nenni varla að bíða eftir að við byrjum að spila í svona tvo klukkutíma og síðan verða alltaf meira pirraður eftir því sem tímanum líður.

21 október, 2004

Fjallasýn

Útsýni

Ég sit og bíð eftir að sýslumaðurinn muni svara símanum. Dandie Warhols eru í hátölunum. Horfi út og sé beint yfir faxaflóinn. Ég er með skrifborð sem er með útsýni til Norður. Horfi eiginlega beint á Höfða og síðan yfir hann beint á Akrafjall. Sé í hornið á Esjunni.

Þetta er rosalega fallegt útsýni í dag. Alveg ótrúlegt. Ekki ský á himnum.

Það eina sem skemmir þetta er sú staðreynd að gluggarnir eru grútskítugir.

19 október, 2004

Shotgun justice

Shotgun justice

Réttarkerfi? Til hvers er það? Er það til þess að refsa mönnum? Er verið að taka þá úr umferð svo þeir eru ekki hættulegir samfélaginu lengur? Er verið að uppfylla einhverja hefndarþörf? Er verið að endurmennta þá svo þeir hætta þessum glæpum?

Ég held að flest réttarkerfi reyni að uppfylla þessi skilyrði. Spurningin er bara forgangsröðun. Forgangurinn ætti að vera að endurmennta þá. Með því þá myndi þeir koma út sem nýtir þjóðfélagsþegnar og við ættum í lítilli hættu að þeir framkvæmdu glæpina aftur.

En að mínu áliti þá er það alls ekki forgangurinn. Heldur er verið að refsa mönnum og og uppfylla hefndarþörf. Sumir glæpamenn eru settir í fangelsi og þegar þeir sleppa út, þá er alveg vitað að þeir framkvæmi glæpina aftur. Það er bara ekki hægt að hafa þá lengur inni, vegna refsiramma.

Það eru búnar að heyrast margar raddir sem segja að réttarkerfið er að taka vægt á kynferðisglæpamönnum, þeir sleppa út eftir 1-3 ár ef þeir sitja inni á annað borð. Barnaníðingar fá nokkur ára fangelsi og hvað gerist þegar þeir sleppa út. Menn sem eru greindir með barnagirnd eru taldir nánast ólæknanlegir. Barnagirnd, að mig minnir, er persónuleikaröskun og það þarf að breyta persónuleikanum til að "lækna" svoleiðis geðveilu (sem er næstum ómögulegt). Það er auðvitað ekkert fylgst skipulega með þeim, því það mundi brjóta mannréttindi mannsins... þó að við vitum að þessi menn munu framkvæma glæpina aftur.

Er þá ekki réttlætanlegt að nokkrir aðilar taki sig saman og aflífi svoleiðis menn? Ef þú hefur hund sem er með hundaæði þá tekur þú hann bakvið skúr og drepur hann. Hann er hættulegur umhverfinu og það mætti ekki leyfa honum að ganga lausum. Réttarkerfið er að bregðast og við viljum vernda okkur. Ef réttarkerfið breytist þá er þetta auðvitað alveg óþarfi. En þangað til... eigum við bara að láta svona menn ganga lausa?

Væri þetta ekki bara gert í þágu mannúðar?

18 október, 2004

baktal

Baktal

Helgin var djölli góð, fyrir utan það að ég er með frunsu og eitthvað í hálsinum. Föstudagskvöldið var eytt í Landnemaspilið og bjór með Leif og konu hans. Á laugardaginn hitti ég Halla og Hlölla og við horfðum á spólu saman. Sunnudagurinn fór í þrif, heimsókn til Jóa og vídeogláp um kvöldið hjá Dóu.

En ástæðan fyrir þessum skrifum er sá orðrómur að það sé verið að baktala mig í einum ákveðnum hóp. Ég hef alltaf vitað svo sem að það hlýtur að vera talað um mig. Ég er ekki beint að falla í kramið hjá öruglega mörgum einstaklingum. Ég hef alltaf haldið í þá trú að þeir sem baktala mig þekkja mig ekki nógu vel. En það er ekki í þessu tilfelli.

En ég er svo sem ekki saklaus af neinu sjálfur. Ég hef talað um fólk, illa, án þess að það geri sér grein fyrir því (það vona ég allavega). En það er alltaf leiðinlegt að komast að þessu. En satt að segja þá kemur mér þetta ekkert á óvart þegar maður hugsar um það. En það er auðvitað ekki víst að þetta sé rétt..... yeah sure...

Se la vie.

15 október, 2004

Veikindi???

Held að ég sé að verða veikur

Ég fór á tónleika í gær, Dúndurfréttir á gauknum. Alveg frábær hljómsveit sem gaman er að hlusta á. Eftir tónleikana fór ég heim og lyktaði eins og öskubakki á Kleppi.

Vildi ekki vekja herbergisfélaga og fór því ekki í sturtu, klæddi mig úr öllu og skreið upp í rúm. Hafði báða gluggana opna. Vaknaði síðan í morgun í skítakulda, ber og skjálfandi eins og hrísla.

Tók auðvitað sængina og lyfti henni fyrir ofan höfuð og lá þar stutta stund. Fór síðan í vinnuna. Líður hálf-illa. Er eitthvað slappur og lúin. Er að gera helling af klaufamistökum í vinnunni og þetta fer eiginlega versnandi.

Ég er er líka byrjaður að vorkenna sjálfum mér voða mikið, þannig að þið þurfið þess ekki (ég veit... er svo óeigingjarn).

14 október, 2004

Síðasta önnin

Leit að ritgerð

Ég var að leita að ákveðnari ritgerð sem ég gerði fyrir um 4 árum síðan. Ég tók upp kassa með öllu svoleiðis dóti og fór að gramsa í honum. Dró upp verkefni sem ég gerði á lokaönninni minni í Háskólanum. Var eiginlega mappa með þremur verkefnum í.

Síðasta önnin mín í háskólanum.... önnin sem ég var í tveimur áföngum og ritgerðinni. Vann aldrei í ritgerðinni, kláraði aldrei lokaverkefnið fyrir einn áfangann (og þar af leiðandi féll ég í honum) og fékk 5 í hinum áfanganum. Vann eitthvað hroðalegt lokaverkefni nokkrum dögum fyrir frest skiladaginn (skiladagurinn var komin og farin og ég var búin að fá frest).

Áfanginn hét námskráarfræði og námsefnisgerð. Mjög áhugverður og með mjög skemmtilegan kennara. Ég fann möppuna sem ég notaði í þeim áfanga. Ég fór að fletta í henni og las gagnrýni kennarans á lokaverkefnið mitt í fyrst skiptið. Kláraði áfangann fyrir tveimur árum síðan en hafði aldrei lesið þetta áður. Þegar ég var búin með lesturinn þá velti ég fyrir mér af hverju ég hafði fengið svona háa einkunn. Ég las líka verkefnin og þau voru hroðaleg. Unnin augljóslega á einhverju spani, engin yfirlestur (og allir sem lesa þessa síðu reglulega vita hvað það þýðir). Engin heimildavinna og einfaldlega hræðilega unnið. Ég fékk hátt fyrir eitt verkefnið og það var nemendafyrirlestur þar sem aðrir nemendur gáfu einkunn.

Ég átti skilið að falla í þessum áfanga (fékk líka lang lægstu einkunnina í samanburði við aðra nemendur). Ég man líka ekkert eftir þessari önn. Hún er öll í einhverri móðu. Man eftir einum og einum atburði en ég hef á tilfinningunni að ég hef eytt mestum tímanum mínum á netinu, í spilerí, að horfa á video o.s.frv.

Það vöknuðu satt að segja ekki góðar tilfinningar þegar ég var að rifja þetta upp. Minningar um tilfinningadoða og tilgangsleysi. Það var svona hálft ár síðan ég hætti á Buglinu, sem að ég held það starf hafi skilið eftir djúp ör á sálinni og þetta var líka tíminn þar sem ég var að hugsa um að hætta með sambýliskonunni.

Ekki beint sá skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað. Vildi helst hverfa burt, vera ekki til, vissi að ég var að særa sambýliskonuna og valda kennurunum vonbrigðum. Allt var einhvervegin bragðdauft og leiðinlegt. Vildi helst gleyma því að ég væri andandi og starfandi.

En ég fann ekki hina ritgerðina.. djö....

13 október, 2004

Kynfræðsla

Kynlíf og kynfræðsla

Í Dv í dag er flennistór fyrirsögn sem segir "Íslendingar byrja yngstir í heimi að stunda kynlíf". Síðan er rætt um könnunina sem var á Durex.com. Ég ætla nú ekkert að fara ræða um aðferðafræðilegan galla á þessari könnun, þrátt fyrir að það sé efni í heilan pistil. Heldur ætla ég að benda á þá skemmtilegu staðreynda að það er ekki kostur að byrja að stunda kynlíf snemma. Nema ef þið teljið það vera kostur að stunda frekar kynlíf án smokks, auknar líkur á getnaði og kynsjúkdómum, auknar líkur á fóstureyðingum o.fl.

Þetta eru vísbendingar um að eitthvað slæmt sé í gangi hérna á Íslandi.

11 október, 2004

Viðskiptafræðingar

Mig langar að öskra...

Er þreyttur og pirraður. Var að stjórna í gær og það gekk alls ekki nógu vel. Var bara ekki nógu vel upplagður.

Langar á fund á eftir en er frekar hræddur við hann. Langar ekki að lenda í mótlæti. Veit að hugmyndin mín mundi grafa undan starfi einnar manneskju sem mig langar ekkert að grafa undan.

Er síðan að fara skrifa ritdóm með dreng. Ritdómurinn er um bók sem að mínu áliti er tómt bull. Alger froða sem er ekki í neinum tengslum við raunveruleikan. Er líka af þessu skemmtilega marki brennd að hún er einhliða. Bara sagt frá þeim rannsóknum og hugmyndum sem styðja þeirra kenningar. Hvernig er hægt að skrifa ritdóm um bók sem ég myndi helst vilja úthúða fyrir fíflaskap og fávitahátt?

Í vinnunni á að ráða nýja manneskju og það eru búnar 3 stúlkur að sækja um. 2 viðskiptafræðingar og síðan einhver lítið menntuð manneskja. Ég vil fá þessa sem er ekki viðskiptafræðingur. Hver er tilgangur viðskiptafræði? Það er að græða peninga. Fólk sem vill mennta sig en veit ekkert til hvers og það eina sem það veit er það að það vill fá peninga. Ég held að það sé ekkert gaman að vinna með svoleiðis fólki. Sjit.. þetta er fordómar.

09 október, 2004

Leikurinn

TMN - The mafia Network

Eins og ég sagði ykkur fyrir svolitlu síðan þá er ég búin að vera hooked á einum leik í töluverðan tíma. Í dag þá ætlaði ég að athuga soldið (get my fix) og þá var dauður. Einhver hafði drepið mig.

Ég bjó til nýjan acount og komst að því að YoshaX hafði drepið mig. Ástæðan? Var sú að ég var í Network sem hafði einhvern tíman stungið hann og hans vini í bakið. Gerðist löngu fyrir mína tíð. Þetta network er líka dautt. Þeir eltu uppi alla í því og eru að útrýma þeim. Ég og foringinn vorum þeir fyrstu til að falla.

RIP SIVAR

08 október, 2004

Heimurinn

Hvernig heimurinn virkar.
Enn einn pistilinn um hvað heimurinn er vondur
Við lifum í heimi blekkinga. Hefðir? Hvað eru hefðir? Hefðir skota að ganga í pilsum, hvað er það gamalt? Það er mesta lagi 200 ára gamalt. Eitthvað sem við höldum að hefur verið í gangi í mörg hundruð ár. Bara blekking.
Þjóðir. Hvað er það gamalt. Það er líka um 200 ára. Það var ekki svona mikil þjóðerniskennd fyrir það. Á síðustu 200 árum hefur mannfólkinu einbeitt sér að því að skipta sig niður í flokka. Mynda sér sterkari hópa. Búa sér til hefðir sem eru orðnar það stórar að við höldum að þær séu órjúfandi hluti af okkar lífi.
Blekking
Hafið þið velt fyrir ykkur Rómaveldi? Stærsta veldi á sínum tíma sem samtímamenn héldu að mundi standa sterkt í þúsundir ára? Maður heyrir stundum að ástæðan fyrir því að það hafi fallið er sú að þeir voru með málaliða og hermenn frá nýlendum í sínum herjum.
Ég heyrði í gær skemmtilega staðreynd. Í Bretlandi eru flestir nýir hermenn fá gömlu nýlendulöndunum, jamaica, Indlandi o.s.frv. Í BNA eru flestir hermenn komnir frá fátæku fólki.
Síðan er sagt að við lærðum af mistökum... hehehehe...

05 október, 2004

The mafia network

Leikur á netinu.

Ætli það meigi ekki kenna ákveðnum hlut minni fjarveru hérna. TMN eða the Mafia Network.

Heilalaus forum leikur á netinu. Já ég er alveg hooked á þessu leik. Komin nokkuð langt og er meira segja komin með stöðu í gengi. En ég veit alveg að ef ég drepst þá mun ég ekki fara aftur í leikinn.

En ég get bara ekki hætt.

29 september, 2004

Aðalfundur

Hættur

Nú er svo komið að ég er búin að draga seglin saman í Rauða krossinum. Ég er hættur í stjórn Ungmennahreyfingar Rauða Kross Íslands - Reykjavíkurdeild (Urkí-R). Þurfti að draga mig úr einhverju og þetta varð fyrir valinu.

Ég komst líka að því að þrátt fyrir skemmtilega tíma þá skyldi þetta voðalega lítið eftir. Fékk ekki nóg út úr því að vera í stjórn.

En það verður víst bara að hafa það.

27 september, 2004

Viðtal við mig

Viðtal

Hvernig fannst ykkur viðtalið við mig koma út? Ég er bara nokkuð sáttur við það.

Á flótta

"Á flótta"
hugsun um vald

Ég tók þátt í leiknum "á flótta" um helgina. Þetta var mjög erfið reynsla sem tók mikið á. Fékk lítið að borða, slitróttur svefn, 12 km ganga, hljóp á gaddavír, var rænt af mér heilu súkkulaðistykki. En það var vel þess virði að prófa.

En það var eitt sem leikurinn hjálpaði mér að skilja. Hugtakið vald (Power). Á einum stað í leiknum þarf maður að vera á skrifstofu og fylla út eyðublöð, það sem er verið að gera á þeim stað er verið að sýna manni skrifstofubáknið, en það sem mér fannst merkilegast var hvernig valdahlutföllin voru. Þetta áttu að vera skrifstofumenn. Menn sem voru að láta mann fá eyðublöð og útfylla þau. Þegar þeir skipuðu manni að þegja eða vildu leita í föggum hjá manni, þá gat maður ekkert sagt. Maður hafði ekkert vald yfir aðstæðunum. Fólk, þar á meðal ég, hlýddu þessum skipunum eins og skot.

Ég hélt fyrst að þetta væri bara sú staðreynd að þeir gátu neitað okkur um stimpla og undirskriftir. En ég held að það sé bara hálf sagan. Klæðnaður, hegðun, fas þeirra bar vot um völd. Þeir hegðuðu sér eins og menn sem réðu og þá hlýddum við. Það var sérstaklega einn (Hlölli) sem gekk um og skipaði öllum hitt og þetta og fólk í mínum hóp hlýddi honum án þess að mögla. En það var einn sem var ekki eins skipandi og þá fólk fólk að reyna að efast og komast hjá skipunum.

En já...... hugsum aðeins nánar um þetta.

24 september, 2004

Ástandið á mér

Ástand

Ég er í blautum buxum. Það fylgir mér alveg geðveik rakalykt og ég fíla ekki lyktina af sjálfum mér. Ég misreiknaði mig aðeins í morgun. Hélt að það væri bara vindur og einhver smá rigning.

Beið síðan í 4 mín eftir strætó. Sem betur fer var ég í regnjakkanum mínum. En buxurnar blotnuðu alveg í gegn. Held að meirihluti af nærbuxunum séu þurrar. Finn samt ekki mikið fyrir þeim. Er bara blautur.

Vonandi batnar veðrið. Það verður öruglega hálf leiðinlegt að taka þátt í Á flótta leik í svona veðri.

22 september, 2004

Samstarfsfólk

Samstarfsfólk

Ég er byrjaður aftur í H.Í, eins og flestir vita, og það er búin að vera hörkugaman. En ég er í tveimur hópum. Einum þriggja manna og síðan er ég að byrja í samstarfi við annan.

Í þessum þriggja manna hóp er einn veikur hlekkur, af þessum fjórum fundum sem við erum búin að hafa hefur hann mætt á tvo og á annan fundinn mæti hann drukkinn. Á hinum tveimur hef hann komið með afsakanir og lofað betrun. En ekkert komið frá honum enn.

Í hinu samstarfinu, sem er eiginlega ekki byrjað, þá sagði hann við mig "ég sendi á þig tölvupóst á eftir"... og auðvitað er ekkert komið. Ég er búin að senda honum línu og sms en ekkert komið frá honum enn.

Fúlt.....

Síðan er símareikningurinn minn allt of hár. Fara hætta hringja. Bölvað bull.

20 september, 2004

Roleplay

Árásin á Possion

"Galdramaðurinn er búin að drepa Gerard og hans undirmenn" segir hermaðurinn másandi og blásandi, hann hafði hlaupið þvert í gegnum bæinn til að segja fréttirnar. "Andskotans fífl, ég trúi þessu ekki" segir generallinn á milli samanbitna tannanna. Hann lítur á undirmann sinn, Antonio, og biður hann um að safna mönnunum saman. Herförin "árásin á hjartað" á að hefjast þegar í stað.

Hann átti ekki skilið að deyja svona. Myrtur í rúminu sínu. Hann var snilldar samningsmaður með gott vit á fólki. En hann hafði misreiknað sig, og borgað fyrir það með lífinu sínu. Gerard... Gerard.... ég var búin að segja þér að vinna ekki með þessum manni. Þótt að það hefði kostað þjáningu fyrir bæjarbúa og stríð á götum. Hann mun ekki dirfast sagðir þú alltaf. Hann mun láta okkur í té þær eignir sem við þurfum án alls ofbeldis. Djöfulsins fífl að treysta honum svona. Núna þurfum við að hreinsa upp skítinn. Reyna losa okkur við þetta svarta hjarta.

Þeir byrjuðu að ráðast á höfuðstöðvar gildisins, bundu þá niður sem voru vinnumenn en drápu yfirmennina. Eftir smá tíma kom í ljós að menn Gerards voru komnir í felur og voru að forðast þá. Þá byrjuðu þeir að óttast. Þeir settu herlög á bæinn, útgöngubann.

Baldur stökk niður í ræsið. "Djöfulsins rugl er þetta, alltaf fáum við skítverkin" segir hann við félaga sinn Vilhjálm. Vilhjálmur leit á hann og seig niður á botninn. Vatnið, ef vatn skyldi kalla náði þeim upp að ökklum og þeir þurftu að labba hnúptir út af loft hæðinni. "hvað heldur Generallinn að við finnum hér? Her af risarottum?" "Hættu þessu kveini Baldur, það hjálpar okkur ekkert. Við fylgjum skipunum, það er okkar hlutverk" Baldur ullar á hann en segir ekki neitt. Þeir labba áfram í þögn. Sjá síðan ljós framundan. Þeir þurftu sjálfir ekki ljós, generallin hafði gert eitthvað við þá svo þeir þurftu ekki ljós. Þeir gengur rólega áfram í áttina að ljósinu. Eftir smá stund sáu þeir 15 vopnaða menn sem biðu átekta. Þeir ætluðu að snúa við þegar þeir heyrðu einhvern koma aftan að sér. Þeir gripu til vopna og sneru við. Sáu hermann ganga eftir göngunum í áttina að þeim. Þeir sáu hvorn annan. Baldur og Vilhjálmur réðust á hann og stungu hann með stuttsverðunum. En honum tókst að viðvara hina. Baldur slapp við illan leik úr ræsinu með þau skilaboð að það væri vel þjálfaður her þar niðri.

"hvað eigum við að gera, Antonio?" Spurði generallin undirmann sinn. Það var frekar undarlegt samband á milli þeirra þar sem Antoniu var mun betri bardagamaður heldur en generállin og var eiginlega herstjórnandinn í liðinu. Generallin virtist láta mikla ábyrgð í hendurnar á Antonio og byggja sína stjórnun á ráðleggingum hans. "Það verður gerð árás á okkur, þeir eru búnir að fá mennina hans Gerards með sér í lið og eru með her í ræsinu. Þeir eru algerlega grafnir niður þar og stjórna því svæði algjörlega. Ég held að við ættum að brenna bæinn. Þetta hlýtur að vera her á leiðinni. Hvaðan hann kemur veit ég ekki. En þessir menn eru ekki einir". "Brenna bæinn? Er það nú ekki frekar gróft? Getum við ekki tekið kastalann og varist þar?" "nei, það eru litlar sem engar vistir þar og þar er auðvelt að brjótast inn. Brennum hann og berjumst við þá í götum bæjarins. Við erum vel þjálfaðir til þess að gera það. Og kannski getum við hrakið þá á flótta og búist til varnar gagnvart þessum her sem er á leiðinni". "Já höfum það þannig, berjumst"

Þeir byrjuðu að kveikja í nokkrum gildahúsum. En mennirnir í ræsunum komur rjúkandi út til varnar húsanna. Bardagar voru harðir og snarpir, menn börðust í þröngum götum, inn í húsum, alls staðar voru menn með boga að skjóta á allt sem hreyfðist.

"Generall, þetta er ekki að ganga hjá okkur" Segir Antoniu þar sem þeir eru báðir við bryggjuna, Generallin er að stumra yfir einum af sínum mönnum að setja sárabindi á sár sem er gróa. "hvað meinar þú, Antoniu?" "Við ráðum við hermennina þeirra, þrátt fyrir að menn Gerards eru búnir að ganga í lið með þeim. En þeir eru með eitthvað fleira. Það eru skrímsli á meðal þeirra sem vaða í gegnum menn mína eins og tuskubrúður. Þeir eru líka með öflugan galdramann sem er búin að taka yfir kastalann. Við erum búnir að tapa." "Þá bökkum við í höfnina og bíðum eftir hvíta fánanum" "Ég held að að þessir menn séu verri en belgurinn" "Verri en Belly of the wolf? Þú veist ekkert um hvernig þeir eru, Antonio. Það er ekkert verra en þeir, við semjum bara um að ganga burt héðan" "Ekkert mál herra. En þú lofar mér að ef eitthvað fer úrskeiðis þá flýrð þú! Ég veit að þú getur gert það og ekkert múður" "Sonur..." Antoniu grípur fram í honum "Ekkert rugl Generall, þú gerir það!"

Hann steig upp úr jörðinni um 400 metra fyrir utan borgina, í fjöruborðinu. Hann settist á stein, og skvetti köldum sjónum í andlitið á sér. Þvoði blóðið í burtu. Hann leit á nýja örið á líkamanum sínum. Þar sem þessi Raul hafði rekið hann í gegn. Lífsbjörgunin hans. Hann var svo upptekin við að drepa fólkið í kringum að hann spáði ekki í því þegar hann slapp. Þeir sviku hann, myrtu mennina hans, drepið besta vina hans sem var líka sonur hans. Hann flúði. Hljóp í burtu, þegar hann vissi að það var engin leið út. Heyrði mennina hann deyja í gengum jörðina. Hann vissi að þessi öskur myndu fylgja honum til dauðadags.

17 september, 2004

300

300

Þegar ég stend nálægt bjargbrún eða á háum svölum....

Þá langar mig að hoppa...

Þegar ég sé stóra á eða risastóran foss hjá mér....

þá langar mig að stökkva...

Þegar ég labba meðfram stóri umferðargötu....

Þá langar mig að hlaupa yfir...

Þegar ég labba yfir göngubrý og sé umferðina fyrir neðan....

þá langar mig að stökkva niður...

Þegar ég er að keyra og komin upp í góðan hraða....

þá langar mig að beyja snögglega og helst inní næsta bíl...

Djöfull er lífið Hressandi!!!!!

15 september, 2004

Jennifer connely

Bíó - Video

Ég tók tvær spólur í gær. Meet the Parents og House of sand and fog. Tvær ólíkar en frábærar myndir. Í meet tha parents var Robert De Niro alveg stórkostlegur og samleikur hans og Ben Stillers var frábær.

House of sand and fog er svona þunglyndismynd. Maður lifir sig inní myndina og allar persónur standa ljóslifandi hjá manni. Eðlilegar og skiljanlegar, það er engin hegðun í myndinni (að undandskildu einu atviki) sem er raunverulekt. Þetta eina atriði dregur soldið úr trúverðugleika myndarinnar en það er bara vegna þess að það er ekki gefin nógur tími til þess að skýra vissa hluti.

Allir leikarar standa sig ótrúlega vel. Eftir að hafa horft á þessa mynd þá er ég búin að bíta það í mig að Jennifer Connely er ein besta unga leikkonan sem er að leika þessa daga. Hún er stórkostleg. Allar myndir sem ég hef séð hana í hafa verið góðar og hún virðist leita eftir hlutverkum sem eru bitastæð. Mun fylgjast vel með henni.

14 september, 2004

Uppfærsla

Uppfærsla

Nú er búin að uppfæra hlekkina mína. Skipti þessu í fjóra flokka - fjölskyldan, Vinir, vinir úr grunnskóla, félagar.

Það vantar helling af linkum, endilega sendið mér línu í athugasemdum til þess að fá að bæta við hlekkjum eða kvarta yfir staðsetningu.

10 september, 2004

Bílar

Bílar

Ég hef verið bílandi síðastliðnu daga, allt LSJ að þakka. Fékk lánaðan bílinn og hún sagði mér að hún myndi bara hringja ef hún þyrfti hann. Hef auðvitað misnotað það algerlega. Það er búið að vera mjög þægilegt að hafa bílinn. Vakna aðeins seinna en mæta samt fyrr en venjulega í vinnuna.

Engin þarf að skutla mér neitt og get reddað mér sjálfum.

Já að eiga bíl er þægilegt. En það er samt einn hlutur. Ég les minna þegar ég er á bíl. Aðallestrartíminn minn er í strætó. Þannig að það gengur ekki fyrir mér að eiga bíl.

Mun skila bílnum á eftir.

07 september, 2004

Íslenskir kvennmenn

Íslenskir kvenmenn
séð með augum Serba.

Við sátum saman í heita pottinum. Ég hallaði mér aftur og lét mig líða vel. Horfði með hálf-lokuðum augum á fólkið ganga framhjá. Hann var með augun alls staðar, horfandi á allt og alla. Spenntur eins og vanalega.

Við horfðum saman á tvær mjög stórar stelpur ganga framhjá okkur. Það koma smá þögn og síðan leit hann á mig og sagði hálf-vandræðalega "Sivar.... you know... öhhh... the icelandic girls are very big... have big bones".

"No they are not.. just a few.... "

og síðan fór ég að hugsa... hann var búin að vera hérna í um 5 daga og hafði ekki séð annað en fólk í góðum holdum. Hann var auðvitað ekki með örðu á fitu á sér og var vel skorin og masaður. Kannski aðeins of grannur en það var svo sem skiljanlegt.

Við íslendingar erum að verða feitir. Horfið bara í kringum ykkur... horfið bara á ykkur.

Ég síðan sit hérna í tölvustofunni á Háskólanum og það eru ekki margar stórar stelpur né strákar... en það er líka mín kynslóð. Ég held að sú næsta muni verða stærri.

Ég hef alls ekki neitt á móti feitu/þybbnu/stór fólki. En er þetta eitthvað sem við viljum stefna að?

06 september, 2004

Rauða Kross sumarbúðirnar

Rauði Krossinn... enn og aftur...

Á föstudaginn þá kom í ljós að ég myndi fara á þessar sumarbúðir á vegum rauða krossins. Mig langaði ekkert á þær búðir en ég gat ekki sagt nei. Ég var þreyttur á Rauða Krossinum, þreyttur á öllu þessi standi.

Á laugardaginn pikkaði ég svo nokkra félaga upp og við keyrðum á Snorrastaði, rétt hjá Eldborg. Ég átti að stjórna umræðuhóp og eftir smá tíma og miklar flækjur þá tókst mér að safna hópnum saman og koma honum af stað. Það voru 5 í hópnum mínum 2 útlendingar (Þýskaldan og Bandaríkin) og 3 íslendingar. Eftir smá tíma þá komst ég að því að einn var mjög fróður um málefnið okkar (börn sem hermenn) og hann tók eiginlega fræðsluhlutverkið að sér. Við spjölluðum um málefnið í einn og hálfan tíma. Veltum fyrir okkur alþjóðlegum samningum, hvað telst vera barnahermen, hvað getum við gert o.s.frv.

Í hléinu þá komst ég að því að bandaríkjamaðurinn var hinn dæmigerði bandaríkjamaður. Hann var frekar feitur, 20 ára, repúblikani, baptisti sem stundaði trúna sína, frá suðurríkjum bna, faðir hans var olíufursti, studdi Bush og sagði að Hussein væri vondur maður sem hefði átt að henda í burtu.

Hann var allt það sem ég hata við bandaríkin. Vissi mikið um BNA en lítið um önnur lönd, hefði lítið ferðast um heiminn og var af forréttindastétt. Var væmin, sagði oft "I love this and that" "oh my goss" o.s.frv.

Eftir þennan eina morgun þá komst ég að því að það var ekkert við hann sem ég mislíkaði. Hann var yndislegur, einlægur karakter. Var óhræddur við að sýna tilfinningar, hafði húmor fyrir sjálfum sér og var klár strákur.

Annars var þessi tími alveg stórkostlegur. Helling af skemmtilegu fólki og maður gengur í burtu reynslunni ríkari.


02 september, 2004

Rauða korss pælingar

Pælingar um RKÍ

Ég hef verið starfandi í Rauða krossinum síðan 97 eða 98 man ekki alveg hvort það var. Að minnsta kosti 6 ár. Ég hef starfað að mörgum verkefnum, BUSL, Skyndihjálparhóp, L-12, stjórn ungmennahreyfingunnar, vinardeildarsamstarfi o.fl.

Hef nefnilega verið í stjórn í tvö ár og núna er kjörtímabilinu mínu lokið. Ég ætla ekki að halda áfram í stjórn Ungmennahreyfingarinnar. Búin að fá nóg af því. Sérstaklega hafa síðustu mánuðir verið mjög vægt pirrandi.

Langar líka að losna við L-12 verkefnið en þori eiginlega ekki að sleppa því. Vantar verkefnisstjóra í það í staðin fyrir mig. En það á engin að vera ómissandi, ég á að geta gengið í burtu.

Síðan langar mig að koma af stað almennilegum alþjóðahóp. Hóp sem er ekki bara vinahópur eða fámenn klíka heldur hópur fólks sem hefur áhuga á vinardeildarsamstarfi, sjálfboðavinnu erlendis og innanlands o.s.frv. Þessi hópur ætti að vera Reykjavíkurdeildarverkefni en ekki bara á höndunum á Ungmennahreyfingunni. Það ætti að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í þetta verkefni.

Væri ekki betur farið með orkuna mína í þetta heldur en eitthvað þref sem breytir engu?

01 september, 2004

Þreyta eftir Eistlendinga

Þreyttur og fleiri fréttir.

Eistlendingar farnir og ekki meira um það að segja. Er þreyttur eftir þá. Er pirraður á mörgu en verð að hætta að hugsa um það. Neikvæðar hugsanir draga svo gríðarlega orku úr manni.

Ég er byrjaður aftur í H.Í. Skráði mig í tvo áfanga, ég hlakka til að mæta í tíma á morgun. Minnka við mig vinnu.

Lenti í furðulegu atviki um daginn.... atviki sem margir myndu nú móðgast við að lesa hérna... þannig að þeir sem eru hneykslunargjarnir og klígjugjarnir ekki lesa meira.. fjallar um kynlíf og fleira.

Ég fékk blautan draum um daginn. Sem er nú ekki frá sagna vert ef það væri ekki fyrir þá staðreynd að ég hafði stundað kynlíf með sjálfum mér svona tveimur tímum fyrr. Er þetta eðlilegt? Ég bara spyr.

Ekki kvarta síðan yfir þessum upplýsingum... ég lét ykkur vita!

29 ágúst, 2004

Ósanngirni?

Litla gula hænan.

Ég veit ekki hvort að þetta sé mitt perspektív eða eitthvað annað. En ég hef á tilfinningunni að ég sé að gera meira heldur en næsti maður í þessari eistlendingaferð. Ég hef á tilfinningunni að ég er að fá á mig alla ábyrgðina. Ég hef á tilfinningunni að ég sé að draga meginþungan á þessari ferð eistlendingana.

Það gæti bara verið að þetta sé mitt sjónarhorn og ég er ekki að sjá hlutina í réttu ljósi. Að skilningurinn minn sé skertur. Það gæti verið.

En tilfinninginn er ekkert að fara.

26 ágúst, 2004

Eistland frh.

Eistlendingarnir eru komnir

Þeir komu í gær. Seint í gærkvöldi. Ég kom tveimur fyrir hjá foreldrum og systur minni og tók þann þriðja heim til mín. Ég fékk einn dreng sem ég játa fúslega að er ekki mín týpa. Við náum bara ekki saman. Það er svona gjá á milli. Áhugamálin ólík, tónlistarsmekkur allt annar, hann spáir í allt öðrum hlutum en ég og er ekkert að fylgjast með útsýni. Alveg ferlegt. Fín drengur en bara ekki mín týpa.

Ég byrjaði að kenna þeim landnemaspilið og það virtist bara ganga þokkalega. Kláruðum ekki spilið þar sem dagskráinn var að kalla en þetta lítur bara þokkalega út.

24 ágúst, 2004

Eistenskir krakkar

Eistland

Á morgun koma 5 ungmenni frá Eistlandi hingað til þess að taka þátt í skyndihjálparkeppni. Ég, ásamt mörgum öðrum, er búin að vera síðustu daga að sjá til þess að allt muni ganga vel fyrir sig. Það eru í mörg horn að líta þegar maður tekur á móti svona hóp. Sem betur fer er þetta fámennur hópur.

Það má ekki gleyma því að mér líður eins og Rauða krossin hafi eignast alla síðustu viku af minu lífi. Rauða kross búðin, vakt á laugardaginn, fundur í dag, gær, laugardaginn og á morgun. Ég giska á það að eftir viku mun ég hafa svo mikið ógeð á öllu því sem tengist Rauða Krossinum að það hálfa væri nóg.

En þetta gefur víst manni eitthvað. Vonandi eitthvað skemmtilegt.

20 ágúst, 2004

Spilamótsævintýri

Hið frábæra spilamótsævintýri

Ég er búin að búa til mjög gott spilamótsævintýri. Meira að segja er ég búin að stjórna því tvisvar. Annar hópurinn var 3 tíma með ævintýrið en hinn var 6 tíma með það. En það er hægt að teygja þetta ævintýri lengur.

Nota Call of Cthulu: Dark ages kerfið og byggi ævintýrið að hluta til á "shadow over Innsmouth" e. H.P Lovecraft. En aðalinnblásturinn kemur frá íslendingasögum og sögum frá Hornströndum.

Ævintýrið gerist á Hornströndum 1030 á 9.mánuðum. Byrjar á því þegar einn sonur voldugs bónda fer að biðja um hönd konu sem hann er ástfanginn af. Faðir og afi hans fer með honum í þá feigðarför.

Dramatík í hágæðaflokki.

18 ágúst, 2004

Primo Levi

Áskapað þunglyndi

Ég les stundum bækur sem veldur mér miklu hugarangri. Oftast eru þetta sannar sögur, þar sem þær eru í flestum tilfellum mun verri heldur en skálskapur. Ég verð þungur... hugsa ekki um neitt annað en mannvonsku og óréttlæti. Fer að hugsa um að það væri bara fínt að rífa niður veggi siðmenningarinnar. Að lifa í þessari blekkingu er ekki fyrir mig... ég ætti að fara og reyna berjast á móti þessu óréttlæti heimsins. Öskra á fólk að heimurinn er óskiljanlegur. Þá upplifi ég kvíða, þyngsli, örvæntingu og reiði.

En ég er svo góður samfélagsþegn að ég geri ekkert slíkt.. bara upplifi tilfinningar. Nýjasta bókin sem ég er að lesa er eftir Primo Levi bókin heitir "If this is a man/ The truce". Bókin er saga hans frá tímanum sem hann varði í útrýmingarbúðum Nasista. Það er smá texti í bókinni sem gjörsamlega heillaði mig. Ég reyndi að þýða hann og tilraunin til þýðingar er hérna fyrir neðan. Þetta er rosalegur texti sem nær utan um það sem ég er að hugsa.

Samviskubitið sem hin réttláti maður finnur fyrir þegar annar maður fremur glæp, sektarkenndin sem kemur vegna þess að svona glæpur fyrirfinnst, að hann skuli hafa verið sýndur og skilin eftir í heiminum endanlega, og viljastyrkurinn fyrir hinu góða skuli reynast veikari eða hverfandi, og að það hafi ekki risið í vörn gagnvart hinu.

Þannig að fyrir okkur þá var frelsisstundin lítil og máttlaus, sálin var glöð yfir frelsinu en samt með sársaukafullri tilfinningu um hógværð, sem óskaði þess að við gætum þrifið samviskuna og þurrkað minnið af þessum viðbjóði sem lá á þeim; líka með örvæntingu, vegna þess að við fundum fyrir því að þetta ætti aldrei að gerast, nú myndi ekkert verða til í heiminum sem væri nógu gott eða hreint til þess að hreinsa burt fortíðina, og örin sem þessi svívirðing hefur ollið okkur myndi dvelja með okkur til dauðadags, og minningum þeirra sem sáu þetta, og í þeim stöðum sem þetta varð og þeim sögum sem við munum segja. Vegna þess, og þetta er hin ömurlegu forréttindi sem mín kynslóð og mitt fólk hefur, að engin er betri en við til þess að skilja umfang á svívirðingunnar, sem fer um eins og eldur í sinu. Það er bjánalegt að hugsa til þess að mannlegt réttlæti gæti hreinsað hana í burtu. Þetta er ótæmandi brunnur illsku; það brýtur niður líkama og sál aðilans sem er í henni, gerir þá kúgaða og veldur lítillækkun; það kemur til baka sem gríðarleg skömm fyrir kúgarana, með myndar hatur meðal þeirra sem upplifðu, umkringir þá á þúsund vegu, gegn vilja allra, sem hefndarþorsti, andlegri uppgjöf, sem þreyta, sem afneitun á öllum atburðinum.

Levi, Primo (1963). The Truce. Abacus, Bretlandi, bls 188-189.

16 ágúst, 2004

Batman

Batman

Ég horfði á Batman í gær. Fyrstu myndina og satt að segja þá var hún léleg. Það eina sem hélt henni uppi var Jack Nicholson sem jokerinn. Annars var þetta frekar slöpp mynd. Bruce Wayne var bara lúser, batman var stirður og Vicky var hörmuleg sem ástin í myndinni.

Batman er nefnilega svöl teiknimyndahetja. Það er eiginlega þrennt sem er frábært við hann. Hann hefur enga ofurnáttúrulega krafta, hann er þvílíkur testóböggull og ekki hræddur við neitt og hann er hálf geðsjúkur.

Frank Miller hefur gert honum góð skil í sögum eins og Batman: Year one, Dark Knight Strikes again og Dark Knight returns. Kevin Smith kom honum vel til skila í sögunni Quiver, Alan Moore skilar honum ágætlega í Swamp thing.

En síðan koma bíómyndirnar og hvað gerist þá???? Þá taka þeir batman eins og hann var í gömlu sjónvarpsþáttunum. Algert fífl. Segir bara helling af "one liners" og er stirður. Maður verður bara fúll og reiður þegar með horfir á þessar myndir. Sérstaklega hvernig þeir gera Lt. Gordon. Langar samt að sjá Batman Returns.. gæti verið að hún sé öðruvísi...

En síðan er nýja myndina að koma Batman: Begins og það litla sem ég hef lesið af henni lýtur vel út. Leikstjórinn er frábær og leikara liðið er rosalegt. Ég er bæði spenntur og kvíðin við að sjá þessa mynd.

12 ágúst, 2004

Breytingar til að öðlast betra líf

Breytingar til að öðlast betra líf

Ég hef verið að íhuga og ég hef komist að því að ég þarf að gera eftirfarandi breytingar á lífsmynstri mínu til að vera "fullkominn".

# Þarf að læra að þvo þvott í vask eða í á.
# þarf að venjast því að vera í sömu sokkum marga daga í röð.
# þarf að venjast því að borða hvaða mat sem er.
# Þarf að læra það að vera eignarlaus.
# Þarf að læra að minnsta kosti 4 auka tungumál, helst mun fleiri.
# Þarf að venjast köldum sturtum.
# Þarf að venjast því að lifa án kynlífs í langan tíma.
# Þarf að venja mig á það að nota tannþráð mjög reglulega.
# Þarf að komast af án tölvu, sjónvarps og netsins.
# Þarf að venjast öllum gerðum skordýra, hvort sem það er í matnum hjá mér eða skríðandi á mér sjálfum.
# Þarf að venjast því að vera einn í langan tíma.
# Þarf að læra það að lifa á lúsalaunum.
# Þarf að komast af án bóka... sjit mar...

Já þetta er bara hluti af þeim breytingum sem ég held að ég þurfi að gera. Frekar drastískar á köflum en hvað gerir maður ekki fyrir betra líf og drauma?

11 ágúst, 2004

Myndir úr ferðalaginu

Myndir úr ferðalaginu

Ég dvaldi í smá tíma í Ásbyrgi og fannst það vera einn flottasti staðurinn á Íslandi. Allaveg í topp 5.

Bróður minn tók helling af myndum, ég vil endilega leyfa ykkur að njóta þeirra.

Ein flottasta myndin sem hann tók er þessi hér , eins og sést á þessari mynd þá var ekki hið besta veðrið en myndin kom vel út.. að mínu áliti.

Síðan er hérna sönnun þess að ég fór upp á Esjuna! Ég sigraði hana... var ég ekki búin að segja frá því annars?

10 ágúst, 2004

Heimkoma

Komin Heim

Já ég er komin heim aftur, og með þungu hjarta þá er ég að skrifa þessar línur í vinnunni. Já komin aftur í vinnuna.

Ég skemmti mér gríðarlega vel í fríinu mínu fyrir utan það að mér leiddist á Mývatni. Fallegt svæði en naut þess ekki.

Vegna hvers? Jú ég var einn og fannst það bara ekki gaman. Ég bjóst við því að hitta einhvern sem maður gæti spjallað við. En það bara gerðist ekki. Hitti þýsk pör sem sögðu í sífellu "ja, ja, ja", frönsk hjón með 2 stráka sem töluðu litla Ensku. Þannig að ég naut ekki þess hluta af ferðinni.

Síðan var leiðinlegt að geta ekki upplifað ýmsar hluti með öðru fólki. Það er engin sem var a svæðinu þegar ég sá gosmynd salvadores Dalis eða engin sem sagði "Vaaaááá" með mér þegar ég sá Ásbyrgi í fyrsta skiptið. Það einhvern vegin dró úr gleðinni. Ekki mikið en dró smá úr henni.

Þannig að ég er ekki búin að sjá Öskju ennþá. En það kemur ferðalög eftir þetta ferðalag... vonandi.


07 ágúst, 2004

Nottingham

Nottingham

Þegar ég skrifa þessar línur er ég frekar þunnur. Við fórum í gær á pöbbarölt (sem byrjaði klukkan tvö) og kíktum á samtals fjóra pöbba. Síðan enduðum við á einum klúbb. Frekar skemmtilegt. En það er margt líkt hérna við djammmeningu Íslands. Strákarnir eru þeim mun grófari að reyna við stelpur (þannig að ég á aldrei neinn séns) en drykkjan og hegðunin er lík. Síðan endaði allt klukkan tvö og þá fóru allir heim. Það er auðvitað ólíkt Íslandi.

En í gær komst ég nánið samneytið við mjög skemmtilega verur. Ég var að flippa eitthvað og stökk í eitthvað beð sem við torgið. Eftir smá rölt þá tók ég eftir þeim þjótandi á milli blómana. Ég rölti um svæðið og tók eftir þeim nokkuð mikið. Síðan hafði einhver skilið eftir franskar og ég fór að reyna lokka þær út. Það tókst bara nokkuð vel. Eftir svona 20 mín þá voru þær búnar að hreinsa franskarnar í burtu. Alger snilld.

Síðan er ég búin að missa sveindóminn. Ég sá eldingar fyrir tveimur dögum. Það byrjaði að rigna frekar mikið og við heyrðum í þrumum. Ég hennti mér í regngallan, var bara í honum og boxer buxum, og rauk út. Eftir gott rölt þá fann ég fínan hól þar sem ég stóð og beið. Eftir smá tíma kom fyrsta eldinginn. Var svona á milli skýja. Þvílíkur kraftur og þvílík sjón. Sá síðan aðra stuttu seinna.

05 ágúst, 2004

Sumarfríið

London og England

Dvaldi í London í tvær nætur. Var fyrsta daginn bara að koma mér á hostelið. Fór auðvitað á pöbb og dvaldi þar. Svaf ágætlega.

Tókst svo að hitta félagana og dvaldi daginn með þeim. Fór á British museum og varð fyrir smá menningarsjokki. Fórum á rölt, leitum að KFC handa honum Ella en fundum það ekki, fórum á The pig and Dog og drukkum ale, fórum svo og hittum Russ - Félagan hans Óla.

Dvöldum á uppa pöbb og fundum svo jazztónleika. Snilldar tónleikar. Ég rölti heim frá staðnum, var svona í klukkutíma rölti.

Við leigðum bíl frá Thrifty og keyrðum til hans Styrmirs. Tókum smá krók og kíktum á Stonehenge og Avebury. Snilldar staðir báðir tveir. Vorum síðan smá tíma á leiðinni til Notthinghams en það var bara ágæt ferð. Nokkur væg hjartáföll vegna öfugs vegahelmings, en ekkert sem nokkrar töflur ættu að laga.

Komum síðan til Styrmis klukkan eitt og þar var sest niður í bjór. Styrmir býr bara nokkuð vel, en kvótið "þröngt mega sáttir sitja" á mjög vel við. Ég sofnaði um þrjú leytið en þeir voru að til klukkan sex. Rónar allir saman.

En þetta lítur bara mjög vel út.

02 ágúst, 2004

Sumarfri

Fleiri frettir af sumarfri.

(thetta er tvi midur skrifad i London svo ad thad eru engir islenskir stafir).

Ja thetta sumarfri verdur i minninu minu i langan tima og thad er ekki einu sinnu buid. A viku eftir.

I thessu sumarfrii hefur vinur mitt haett ollum samskiptum vid mig, eg hef gengid a Esjuna (ja eg gekk a Esjuna med Joa bro, tok um 100 min), for einn i bio (sa myndirnar crimson river 2 og eternal sunshine of the spotless mind, seinni myndin var storkostleg), horfdi mikid a video og keypti mida til London.

Thessi pistill er skrifadur i London og timinn minn er ad verda buin.. bless bless..

28 júlí, 2004

Gangan og fleira

Gangan mikla

Nokkrir dagar eru liðnir.  Ég er búin að ganga þessa leið milli dettifoss og Ásbyrgi.  30 km á tveimur dögum með allt á bakinu.  Það var frábært að gera þetta og mæli með þessari leið fyrir alla.

En þegar ég var búin að gana fyrri daginn þá tókst mér ekki að sofna vegna kvala.  Allur líkaminn kvartaði, höfuðverkur, iljarnar, hnén, bakið, axlirnar o.s.frv.  En eftir jógaslökun og íbúfen þá sofnaði ég og svaf vel.  Vaknaði endurnærður át núðlur og sardínur og gekk af stað með engar harðsperrur. 

Ásbyrgi var þess virði.  Ótrúlega flottur staður og ef þú hefur ekki séð hann þá er hann skylda.

Fékk heimsókn í Ásbyrgi frá varginum og Jóa bróa.  Vorum þar í góðu yfirlæti en mikilli rigningu á laugardaginn og fórum þess vegna að rúnta um sveitirnar.  Kíktum á Kópasker og Raufarhöfn (Hótel Norðurljós á raufarhöfn er snilllddd...).

Ég tók ákvörðun um að koma aftur heim.  Þessi ferð var bara ekki að gera sig þegar maður er einn.  Hitti engan til að spjalla við og var enginn þarna til að upplifa hlutina með manni.

Þannig að núna er ég búin að taka ákvörðun um að fara til London og hitta Óla, Ella og styrmir og hanga með þeim í nokkra daga.  Síðan er ég að hugsa um að fara til gamla settsins í sumarbústað eða til Eyja yfir verlsunarmannhelgina.  Ég býst við að sumarbústaðurinn hafi vinninginn. 

22 júlí, 2004

Dettifoss ásbyrgi

Dettifoss - Ásbyrgi

Fyrir tæpu ári þá sá ég Dettifoss í fyrsta skiptið. Þegar ég horfði á þennan magnaða foss og gljúfrið sem hann rann í þá hugsaði ég með mér að það væri öruglega frábært að labba þetta gljúfur. Mig minnir að ég hafi minnst það á við ferðafélaga minn og síðan var haldið áfram förinni.

Núna er ég að fara taka rútu til Dettifoss þar sem ég mun ganga þennan spöl. Óskið mér góð gengis.

Annars er ég búin að vera hérna tvær nætur á Mývatni. Fór í langan göngutúr í gær 13,1 km. Ég var svo fáranlega vitlaust að ég tók hálfan líter af vatni og eitt súkkulaði stykki með mér. Var síðan allan göngutúrinn að blóta sjálfum mér fyrir heimsku. Kom í tjaldið þreyttur og svangur. Sofnaði líka snemma í gær.

Rútan er að fara.... þannig að ég kveð að sinni.

19 júlí, 2004

Ferðalagið

Ferðalagið

Sauðárkrókur... Hera.. ein nótt.. Grettislaug... 2 nýja sjálendingar "Is the young people deppresed in Iceland"... Glaumbær.. vesturfarasafnið á Hofsósi... Hólar í Hjaltadal.. nágrannar frá austur evrópur CCCP... önnur nótt... sund.. rölt um svæðið.. góður göngustígar... kasta bolta á milli... Varmahlíð... skilin eftir... 25 mín að húkka far... aðrir nágrannar frá Hólum... eldra fólkið tekur ekki upp í puttaferðalanga (fordómar)... Akureyri... þriðja nóttin... Heiðdís... gisting að tjarnarlundi... klifra á svölum (milli þriggja svala)... hetjudáð... slappað af... Elísa Rut systir Palla... borðað... horft á video... vaknað farið í sturtu... engin góður svefnpoki... internetkaffi... sjit hvað það er dýrt.

14 júlí, 2004

Hálfur dagur

Ég

I wish I could... Muse i spilaranum. Háváði út... einhver að slípa... 12 bls af auglýstum uppboðum eru fyrir framan mig... Nóg verkefni yfir daginn... Enn að jafna mig eftir stungurnar í bakið.. þær svíða enn.. reyni að hrista það af mér... Falling away with you.. hækka aðeins í græjunum... Nothing will ever stay the same.. spila í kvöld.. feðgar.. hornströndum... blanda af víkingum og insmouth.. helvíti góð hugmynd.. Hysteria byrjar... þessi blanda af gíturum og trommur eru geðveikar.... langar að kaupa mér almennilegarn göngujakka.. 20-30 kall.. dýrt.. hef efni á því... eldri kona skokkar framhjá filadelfíu.. give me your heart and your soul... vinstri löppin er að pirra mig.. vil fá þessa sandala til að virka.. sjit ef innleggin er eitthvað fukked.. þá er ég hættur hjá Gísla og fer til Össurs.. Doooonnntt... and embrace the past... this live is to good to last... I am to young to care... tveir auglýstur á sömu eign... hvað er ég að hugsa.. þrjár vikur einn... ég lifi ekki viku án þess að tala við einhvern... sjit.. diskurinn er að klárast... veit ekkert hvað mig langar að hlusta á.. beðin um að lækka... eitthvað samtal við nýju stelpuna.. langar að syngja með... hún er svo hikandi í símanum.. ætli hún myndi vera sár ef hún læsi þetta... ohh well.. lítið hægt að gera í því... vesen með mál... Muse búin... Set starsailor í gang.. ekki eins flott... fólk er vitlaust og lýgur eins og það fengi borgað fyrir að... langar að finna beinin hans brotna... ætli ég brotni í ferðinni... helga bað um Coldplay.. búin að finna kt. á tveimur blaðsíðum... nýja stelpan fór að tala um kostnað á greiðsludreifingu... coldplay fer í gang.. Greiðsluþjónusta er sniðug.. en það geta verið leyndur kostnaður á bakvið... matarlyktin er að æra mig... horfi á flóann og dæsi... hálfur dagur... hálfur dagur... hálfur dagur... hálfur dagur... Clocks byrjar... lights go out... júhúú.. ahhh... júhúú....

13 júlí, 2004

The end of the world

It is the end of the world as we know it.

Stórborg. Ég, bróður minn, stórfjölskyldan, Óli Bergur, Jökull (drengur sem var á leikskólanum mínum), Örn Ingvar og fleiri.

erum að fara út úr borginni. Sjúkdómur herjar á mannkynið. Öll samskipti eru komin úr skorðum. Fólk flýr frá borginni í þúsundum, vilja ekki vera nálægt öðrum vegna smitshættu. Fólk hefur dáið á örfáum mínótum. Lík eru allsstaðar.

Búið að vera allsherjarringulreið. Við erum stödd í mjög háu háhýsi. Erum að undirbúa flóttan okkar út úr bænum. Ég er foringinn. Við þurfum að taka lyftu.. sem virkar, þótt ekkert annað geri það. Einhver drengur er rosalega hræddur við að taka lyftuna. Hann vill það ekki. Við þurfum að plata hann í hana og síðan þarf ég bara að halda í hann á leiðinni niður. Mikil hræðsla en einhvern veginn þá erum við ekki hrædd við hvort annað. Ég held að ég muni ekki smitast.

Draumur.

Blandað í þann draum var kaupferð þar sem ég keypti roleplaybók.. sem var ýkt sjaldgæf... eitthvað í sambandi við Birthright og eyjarnar.

12 júlí, 2004

Djamm

Djamm og annað um helgina

Það magnaðasta við helgina var djammið á laugardaginn. Alger snilld.

Ég sá í síðustu viku auglýsingu þar sem var verið að fjalla um Jagúar tónleika. En á auglýsingunni var engar upplýsingar. Bara dagsetning. Sagði Leif frá þessu og hann gekk í málið. Ég var búin að setja þetta til hliðar, bjóst ekki við að okkur tækist að redda þessu. En Leifur reddaði þessu. Þetta var víst eitthvað "invite only" og var fyrir einhvern lokaðan hóp. En hann talaði við einhvern, gekk í málið og vola! Þrír miðar komnir í hús.

Tónleikarnir voru í Ýmishúsinu. Var boðið upp á viðbjóðslegan fordrykk og síðan var Dj að spila. Jagúar kom síðan á sviðið.

Ég stökk á dansgólfið og lifði mig inní tónlistina. Í síðasta laginu þá hendi ég af mér skónum og var á sokkaleistunum. Fílaði mig mjög vel.

Það var líka snilldin við þessa tónleika. Það mátti ekki reykja í húsinu þannig að maður var ekki að kafna í reyknum og það var ekki glerbrot og viðbjóður á gólfinu.

Skemmti mér konunglega.

Bónus upplýsingar
# Spiderman 2 er snilld!!!!
# Jungle speed er mjög skemmtilegt spil.
# Búin að bæta við handklæði, plastpokum, hælsærisplástrum (kannski bara einu stykki first aid kit), tjalddýnu.
# er að spá í regnjakka, göngustafi, áttavita.
# er komin í Sandala.. er brilljant... fyrir utan það að ein púðinn í þeim er of stór. Laga það í dag.. vonandi.
# Brjálað að gera í vinnunni.. líka veikindi og frí hjá hinum og þessum