21 október, 2004

Fjallasýn

Útsýni

Ég sit og bíð eftir að sýslumaðurinn muni svara símanum. Dandie Warhols eru í hátölunum. Horfi út og sé beint yfir faxaflóinn. Ég er með skrifborð sem er með útsýni til Norður. Horfi eiginlega beint á Höfða og síðan yfir hann beint á Akrafjall. Sé í hornið á Esjunni.

Þetta er rosalega fallegt útsýni í dag. Alveg ótrúlegt. Ekki ský á himnum.

Það eina sem skemmir þetta er sú staðreynd að gluggarnir eru grútskítugir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli