27 október, 2004

Fréttir

Fréttir

Fyrir tveimur dögum birtist frétt í fjölmiðlum þar sem var sagt frá því að maður var dæmdur fyrir kynferðisofbeldi gagnvart fósturdóttur sinni. Með samförum og þukli sem stóð yfir í nokkurn tíma. Dæmdur líka fyrir að káfa á vinkonu hennar. Þær voru um 14 ára.

Hann fékk þriggja ára fangelsi og þarf að borga yfir miljón í skaðabætur. Sögunni fylgdi að það var mikill þrýstingur frá móður og geranda um að draga málið til baka. En hún hélt áfram með málið.

Í dag kom lítil grein um að gerandinn hafði fundist á heimili sínu. Hafði tekið sitt eigið líf.

Ég finn bara til sorgar. Gagnvart báðum aðilum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli