18 október, 2004

baktal

Baktal

Helgin var djölli góð, fyrir utan það að ég er með frunsu og eitthvað í hálsinum. Föstudagskvöldið var eytt í Landnemaspilið og bjór með Leif og konu hans. Á laugardaginn hitti ég Halla og Hlölla og við horfðum á spólu saman. Sunnudagurinn fór í þrif, heimsókn til Jóa og vídeogláp um kvöldið hjá Dóu.

En ástæðan fyrir þessum skrifum er sá orðrómur að það sé verið að baktala mig í einum ákveðnum hóp. Ég hef alltaf vitað svo sem að það hlýtur að vera talað um mig. Ég er ekki beint að falla í kramið hjá öruglega mörgum einstaklingum. Ég hef alltaf haldið í þá trú að þeir sem baktala mig þekkja mig ekki nógu vel. En það er ekki í þessu tilfelli.

En ég er svo sem ekki saklaus af neinu sjálfur. Ég hef talað um fólk, illa, án þess að það geri sér grein fyrir því (það vona ég allavega). En það er alltaf leiðinlegt að komast að þessu. En satt að segja þá kemur mér þetta ekkert á óvart þegar maður hugsar um það. En það er auðvitað ekki víst að þetta sé rétt..... yeah sure...

Se la vie.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli