13 október, 2004

Kynfræðsla

Kynlíf og kynfræðsla

Í Dv í dag er flennistór fyrirsögn sem segir "Íslendingar byrja yngstir í heimi að stunda kynlíf". Síðan er rætt um könnunina sem var á Durex.com. Ég ætla nú ekkert að fara ræða um aðferðafræðilegan galla á þessari könnun, þrátt fyrir að það sé efni í heilan pistil. Heldur ætla ég að benda á þá skemmtilegu staðreynda að það er ekki kostur að byrja að stunda kynlíf snemma. Nema ef þið teljið það vera kostur að stunda frekar kynlíf án smokks, auknar líkur á getnaði og kynsjúkdómum, auknar líkur á fóstureyðingum o.fl.

Þetta eru vísbendingar um að eitthvað slæmt sé í gangi hérna á Íslandi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli