25 október, 2004

Bækur

Tvær Bækur

The Bad Beginning: Book the first er fyrsta bókin í Series of unfortunate events. Bók þar sem næstum því ekkert gott gerist í. Systkini sem missa foreldra sína og eru send til hryllilegs ættingja sem vill fá arfinn þeirra. Auðlesin og þrælskemmtileg bók. Höfundinum Lemoney Snicket tekst að mynda skemmtilega stemmingu í bókinni þar sem maður vonast eftir því að hlutirnir gangi upp hjá þessum systkinum en maður veit að það mun ekki gera það. Það eru komnar 11 bækur út í þessum bókaflokki og myndin er á leiðinni. Þannig að það er margt til að hlakka til.

Abarat eftir Clive Barker er barnabók. Hún er barnabók í þeim skilningi að söguhetjan Candy er barn og er alger hetja. En þetta er efni í góða martröð fyrir hvaða barn sem er. Clive Barker er mjög skemmtilegur höfundur og ef þú hefur ekkert lesið eftir hann þá ættir að taka upp einhverja bók eftir hann. En Clive Barker er ekki barnabókarhöfundur. Heldur er hann hryllingsbókahöfundur og leikstjóri nokkurra hryllingsmynda, sjá nánar um kvikmyndaferilinn.
Sá sem hefur lesið eitthvað eftir Clive Barker sé strax einkennin hans. Skrýtnar sögupersónur og hryllingur. Það er á köflum sem maður efast um að þessi bók eigi eitthvað erindi í hugarheim barna. Lík barin í duft, persóna sem dregur sverð úr líkama sínum, galdramaður sem myrti félaga sína í svefni, vondi kallin sem lenti í því að segja orðið ást og amma hans saumaði munninn hans saman, verur sem eru búnar til úr skinnum o.fl ofl. Þvílíkar furðuverur sem sjást sjaldan í bókum.
En bókin er frábær. Hann er að leita á slóðir Harry Potters en býr til annan heim með göldrum, furðuverum o.fl. Hugmyndaflugið er ótrúlegt og atburðarásin er hröð og spennandi.

Mæli með þeim báðum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli