15 október, 2004

Veikindi???

Held að ég sé að verða veikur

Ég fór á tónleika í gær, Dúndurfréttir á gauknum. Alveg frábær hljómsveit sem gaman er að hlusta á. Eftir tónleikana fór ég heim og lyktaði eins og öskubakki á Kleppi.

Vildi ekki vekja herbergisfélaga og fór því ekki í sturtu, klæddi mig úr öllu og skreið upp í rúm. Hafði báða gluggana opna. Vaknaði síðan í morgun í skítakulda, ber og skjálfandi eins og hrísla.

Tók auðvitað sængina og lyfti henni fyrir ofan höfuð og lá þar stutta stund. Fór síðan í vinnuna. Líður hálf-illa. Er eitthvað slappur og lúin. Er að gera helling af klaufamistökum í vinnunni og þetta fer eiginlega versnandi.

Ég er er líka byrjaður að vorkenna sjálfum mér voða mikið, þannig að þið þurfið þess ekki (ég veit... er svo óeigingjarn).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli