29 október, 2004

Roleplay

Árásin á Poisson 2. hluti

Jæja nóg um pedóa og annað niðurdregið efni. Tölum aðeins um roleplay.

Hjartað barðist í brjósti hans þegar hann gekk eftir stígnum. Það var að draga að kvöldi, alveg eins og hann vildi það. Menn hans gengu á eftir honum. Herinn hans hugsaði hann með sér stoltur, 800 manns sem fylgdu hans skipunum. Fyrsta herferðin hans þar sem hann stjórnar.

Hann vissi að annað hvort mundi hann ganga út sem sigurvegari eða deyja. Það var ekkert þarna á milli. Sigur eða Dauði.

Óvinur hans var víst kvennmaður og miskunarlaus í þokkabót. Hafði drepið um 200 óvopnaða menn sem höfðu gefist upp. Félagar hans. Hann hafði aldrei að vísu hitt þá og þeir höfðu slæmt orðspor á sér. En samt. Engin ætti að komast upp með þetta.

En vegna bardagans við Rísandi Sól þá gátu þeir ekki sent neinn her. 800 mans og síðan voru leigðir einhverjir skítugir Orkar. Hann vonaði að Orkarnir mundu ekki svíkja hann. Ef þeir gerðu það þá myndi hann deyja hérna strax í nótt. Glettin örlög, að treysta Orkum fyrir lífi sínu. Honum fannst þess vegna að hann gæti kastað Connent upp á líf sitt.

Samkvæmt upplýsingunum sem hann hafði þá höfðu þeir um 1400 manna her. Mjög vel þjálfaðan og síðan galdramenn. Engin vissi hvaðan þeir komu og engin hafði tíma til að athuga það. Hann sjálfur vissi ekki einu sinni hvers vegna í nafni St.Girds hann var staddur þarna, af hverju þetta gæti ekki beðið þangað til að hitt málið væri leyst.

En þetta var hans stóra tækifæri, tækifærið til að sýna fjölskyldunni hans að hann væri efni í hershöfðingja. Gera syni sína stolta af sér.

Hann var svo niður sokkin í sinar hugsanir að það þurfti að kalla á hann tvisvar svo hann fór að taka eftir því að það var her í skóginum. Menn hans fóru að vera órólegir. En hann sagði undirmönnum sínum að róa sig. Hann hefði búist við þeim.

En honum var samt órótt. Herin hans var næstum því búin að ganga framhjá þeim án þess að taka eftir þeim. Hann lét herinn stoppa og gekk fram ásamt sínum helstu ráðgjöfum. Á móti honum kom kvennmaður. "Jæja nú erum við jöfn" hugsaði hann "1400 á móti 1400 og síðan orkarnir til að bæta aðeins á vogarskálarnar". Hann byrjaði að finna fyrir þessum ilmi sigurs.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli