11 október, 2004

Viðskiptafræðingar

Mig langar að öskra...

Er þreyttur og pirraður. Var að stjórna í gær og það gekk alls ekki nógu vel. Var bara ekki nógu vel upplagður.

Langar á fund á eftir en er frekar hræddur við hann. Langar ekki að lenda í mótlæti. Veit að hugmyndin mín mundi grafa undan starfi einnar manneskju sem mig langar ekkert að grafa undan.

Er síðan að fara skrifa ritdóm með dreng. Ritdómurinn er um bók sem að mínu áliti er tómt bull. Alger froða sem er ekki í neinum tengslum við raunveruleikan. Er líka af þessu skemmtilega marki brennd að hún er einhliða. Bara sagt frá þeim rannsóknum og hugmyndum sem styðja þeirra kenningar. Hvernig er hægt að skrifa ritdóm um bók sem ég myndi helst vilja úthúða fyrir fíflaskap og fávitahátt?

Í vinnunni á að ráða nýja manneskju og það eru búnar 3 stúlkur að sækja um. 2 viðskiptafræðingar og síðan einhver lítið menntuð manneskja. Ég vil fá þessa sem er ekki viðskiptafræðingur. Hver er tilgangur viðskiptafræði? Það er að græða peninga. Fólk sem vill mennta sig en veit ekkert til hvers og það eina sem það veit er það að það vill fá peninga. Ég held að það sé ekkert gaman að vinna með svoleiðis fólki. Sjit.. þetta er fordómar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli