22 október, 2004

Halli sem spilari

Spilapælingar

Ég á að fara spila í kvöld. Hann Halli Dökk ætlar að taka Hunter fyrir, þar sem ég spila hin geðveika Postman. Frábær karakter sem er jafn geðveikur og það er skemmtilegt að spila hann. Er einstaklingur sem eltist við vampýrur og hann útrýmir þeim á allan mögulegan og ómögulegan máta. Er líka eftirlýstur fjöldamorðingi.

En það er eitt sem setur ljótan blett á þetta. Ég er hættur að fíla hvað hann Halli tekur kæruleysislega á hlutunum. Við erum búnir að reyna að koma saman spilasession í nokkrar vikur og alltaf hefur eitthvað komið uppá. Hann Halli kvartar mikið undan þessu og ég skil hann mjög vel. Málið er að við vorum búnir að setja saman session í kvöld og ætluðum að hittast klukkan átta. Síðan segir hann að hann muni koma seint. Rétt eftir átta og í síðasta lagi klukkan níu. Allir sem þekkja manninn vita að hann mun koma klukkan níu í fyrsta lagi (ef við erum heppin) en mjög líklega mun hann koma hálftíma of seint.

Þessu nenni ég varla. Ég nenni varla að bíða eftir að við byrjum að spila í svona tvo klukkutíma og síðan verða alltaf meira pirraður eftir því sem tímanum líður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli