Shotgun justice
Réttarkerfi? Til hvers er það? Er það til þess að refsa mönnum? Er verið að taka þá úr umferð svo þeir eru ekki hættulegir samfélaginu lengur? Er verið að uppfylla einhverja hefndarþörf? Er verið að endurmennta þá svo þeir hætta þessum glæpum?
Ég held að flest réttarkerfi reyni að uppfylla þessi skilyrði. Spurningin er bara forgangsröðun. Forgangurinn ætti að vera að endurmennta þá. Með því þá myndi þeir koma út sem nýtir þjóðfélagsþegnar og við ættum í lítilli hættu að þeir framkvæmdu glæpina aftur.
En að mínu áliti þá er það alls ekki forgangurinn. Heldur er verið að refsa mönnum og og uppfylla hefndarþörf. Sumir glæpamenn eru settir í fangelsi og þegar þeir sleppa út, þá er alveg vitað að þeir framkvæmi glæpina aftur. Það er bara ekki hægt að hafa þá lengur inni, vegna refsiramma.
Það eru búnar að heyrast margar raddir sem segja að réttarkerfið er að taka vægt á kynferðisglæpamönnum, þeir sleppa út eftir 1-3 ár ef þeir sitja inni á annað borð. Barnaníðingar fá nokkur ára fangelsi og hvað gerist þegar þeir sleppa út. Menn sem eru greindir með barnagirnd eru taldir nánast ólæknanlegir. Barnagirnd, að mig minnir, er persónuleikaröskun og það þarf að breyta persónuleikanum til að "lækna" svoleiðis geðveilu (sem er næstum ómögulegt). Það er auðvitað ekkert fylgst skipulega með þeim, því það mundi brjóta mannréttindi mannsins... þó að við vitum að þessi menn munu framkvæma glæpina aftur.
Er þá ekki réttlætanlegt að nokkrir aðilar taki sig saman og aflífi svoleiðis menn? Ef þú hefur hund sem er með hundaæði þá tekur þú hann bakvið skúr og drepur hann. Hann er hættulegur umhverfinu og það mætti ekki leyfa honum að ganga lausum. Réttarkerfið er að bregðast og við viljum vernda okkur. Ef réttarkerfið breytist þá er þetta auðvitað alveg óþarfi. En þangað til... eigum við bara að láta svona menn ganga lausa?
Væri þetta ekki bara gert í þágu mannúðar?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli