28 október, 2004

Barnagirnd

Meira um barnaníðinga

Ég held að ég sé ekki með mjög upplífgandi umræðuefni þessa dagana. En maður verður að losna við það sem maður er að hugsa.

Ég er búin að vera frekar sorgmæddur vegna fréttarinnar sem ég sagði frá í gær. En það er erfitt að skýra hvers vegna. En ég ætla reyna segja ykkur vegna hvers.

Það merkilega með barnaníðinga að það hefur verið fundið geðsjúkdómur sem kallast barnagirnd (Pedophilia) sem lýsir sig í því að einstaklingurinn er fullur ranghugmynda um börn og kynlíf. ef þú lest um geðklofa sem gera glæpi (fremja morð o.s.frv.) þá hugsar þú ekki fyrst um eld og brennistein. Þú veist að þessi einstaklingur er veikur og hann þarf hjálp.

Hver er þá munurinn milli manns sem þjáist af barnagirnd og manni sem þjáist af ofsóknarbrjáluðum geðklofa? Þeir framkvæma glæpi og eru þá ekki með réttu ráði. Það á að hjálpa svona mönnum.

En síðan kemur twistið... menn sem framkvæma kynferðisglæpi á börn greinast sjaldnast með barnagirnd. Ég las einu sinni að aðeins 3% gerenda greinast með þessa geðveilu. Meirihluti einstaklingana framkvæma þessa glæpi eru með skerta siðferðiskennd og eru undir einhvers konar álagi. Ég hef lesið líka að það er ólíklegt að þeir framkvæmi þennan glæp tvisvar.

Auðvitað eiga allir sem framkvæma svona glæpi vera sakfeldir. Það á að koma í veg fyrir að þeir gera svona aftur. Ég er viss um að það sé hægt að koma í veg fyrir að flestir kynferðisglæpamenn framkvæmi glæpina aftur. Með réttri aðstoð og meðferð.

En þeir sem eru greindir með barnagirnd á að loka inni að eilífu að minnsta kosti. Þeir eru eiginlega ólæknandi.

En síðan komum við að þessum einstaklingi sem framdi sjálfsmorð. Var hann greindur með barnagirnd. Var hann ein af þessum 3%? Ég veit það ekki og miðað við hvernig DV höndlar málið þá efast ég um það. Þau hafa ekki birt nafn einstaklingsins eða fjallað um hann á neikvæðan hátt. Ég held að það sé vegna þess að einstaklingurinn neitaði alltaf sektinni. En hann var dæmdur og tel ég það hafa verið góður dómur og mjög fordæmisgefandi. En ég held að Þessum einstaklingi hafi verið hægt að hjálpa og koma honum í þjóðfélagið aftur. Kannski hefði hann þurft að flytja til annarra landa til að geta verið óáreittur en ég held að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að hann hefði framkvæmt svona glæpi.

Ég hef kynnst barnaníðingum sjálfur í gegnum störf mín. Tveimur einstaklingum sem frömdu báðir alvarlega glæpi. Maður veit auðvitað aldrei hvort að þeir munu gera þetta aftur. En í þessum tilvikum þá finnst mér það ólíklegt.

Á maður að gefa glæpamönnum annan séns? það sem mér finnst sorglegt að í þessu tilviki sem ég las um í gær þá er það ekki hægt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli