Hvernig heimurinn virkar.
Enn einn pistilinn um hvað heimurinn er vondur
Við lifum í heimi blekkinga. Hefðir? Hvað eru hefðir? Hefðir skota að ganga í pilsum, hvað er það gamalt? Það er mesta lagi 200 ára gamalt. Eitthvað sem við höldum að hefur verið í gangi í mörg hundruð ár. Bara blekking.
Þjóðir. Hvað er það gamalt. Það er líka um 200 ára. Það var ekki svona mikil þjóðerniskennd fyrir það. Á síðustu 200 árum hefur mannfólkinu einbeitt sér að því að skipta sig niður í flokka. Mynda sér sterkari hópa. Búa sér til hefðir sem eru orðnar það stórar að við höldum að þær séu órjúfandi hluti af okkar lífi.
Blekking
Hafið þið velt fyrir ykkur Rómaveldi? Stærsta veldi á sínum tíma sem samtímamenn héldu að mundi standa sterkt í þúsundir ára? Maður heyrir stundum að ástæðan fyrir því að það hafi fallið er sú að þeir voru með málaliða og hermenn frá nýlendum í sínum herjum.
Ég heyrði í gær skemmtilega staðreynd. Í Bretlandi eru flestir nýir hermenn fá gömlu nýlendulöndunum, jamaica, Indlandi o.s.frv. Í BNA eru flestir hermenn komnir frá fátæku fólki.
Síðan er sagt að við lærðum af mistökum... hehehehe...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli