Olíufélögin
Nú er komin skýrslan um samráð olíufélagana. Þegar maður les umfjallanir um hana þá verð ég reiður. Fjúkandi reiður.
Maður les um spillingu af verstu sort. Svik, prettir, lygi o.fl. Allt gert til að hámarka gróðann.
Ég vil draga þessa menn til ábyrgðar. Þessi menn eiga að vera dæmdir fyrir fjársvik. Þeir mega ekki komast upp með þessi brot. Þeir mega ekki ganga í burtu með glott á vör og marg miljóna gróða í vasanum.
Hvar eru nú Davíð Oddson með "Svona gera menn ekki?" eða eins og hann gerði með KB-banka? Hvar er reiðin í samfélaginu? Hvar eru eggin þegar maður þarf á þeim að halda?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli