Að vera áhrifavaldur
Ég er búin að upplifa það að ég er að fara einhvern vegin inní lífið. Erfitt að útskýra þetta.
Mér finnst ég vera að fara taka þátt í fótboltaleik í staðin fyrir að standa á hliðarlínunni. Er að fara vera "mover" í heiminum. Og þessi tilfinning hefur sína góðu kosti og slæma galla. Koma upp helling af valmöguleikum upp þar sem ég hef áhrif á heimin. Stjórna mínum örlögum.
Í gær þá fór ég í viðtal í Dægurmálaútvarpi á Rás 2 og satt að segja þá stóð ég mig bara ágætlega. Er búin að hlusta á viðtalið og ég hiksta nokkrum sinnum og endurtek mig líka. En í heildina þá kem ég boðskap mínum vel fram.
Ég stóð mig líka vel á fyrirlestrinum í gær. Eini gallin var sá að eftir að ég var búin þá fór einn ráðstefnugesturinn að gagnrýna mig og hélt 4 mínútna einræðu þar sem kom engin spurning fram og útgangspunkturinn var sá að ég hafði ekki staðið mig vel. Ég var alveg brjálaður þegar ég gekk út úr pontu aðalega vegna þess að ég hefði getað svarað öllum gagnrýnispunktunum sem hún sagði. En ég hafði ekki tíma til að svara henni.
Bara allt í gangi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli