17 nóvember, 2004

Kennarar

Kennarar og barátta þeirra.

Eftir að hafa lesið og heyrt á ýmsum stöðum að samúð gagnvart kennurum fari þverrandi þá ákvað ég að taka til máls.

Kennarar ákváðu að fara í verkfall, sem er þeirra lögfastur réttur. Réttur sem verkalýðsfélögin háðu baráttu um á sínum tíma. Þetta var réttur sem var talin nauðsynlegur til þess að knýja vinnuveitendur um betri kjör. Þeir fóru í verkfall vegna þess að þeir vildu freista þess að fá betri kjör. Við vitum öll hvernig þetta verkfall fór. 92% kennarar neituðu miðlunartillögunni og lög voru sett á þau.

Kennarar upplifðu það að eftir tæp tveggja mánaða baráttu þá var völdin tekin af þeim og það átti ekki að koma niðurstaða úr því fyrr en eftir áramót... ekki fyrr en í mars.

"Landslögum skal fylgja" er setning sem margir eru búnir að segja eftir að það fréttist að þeir mættu ekki í vinnu. Bull og vitleysa. Landslögum skal ekki fylgja ef þau eru ósanngjörn! Haldið þið að mannaréttindabarátta hefði komist eitthvað áfram ef allir hefðu hugsað svona?

Af hverju eru kennarar svona fúlir? Það fúlir að þeir standa saman sem gerist aldrei í okkar þjóðfélagi. Standa svo mikið saman að það er ekki hægt að fá að hnika við þeirra kröfum. Þetta verkfall hefur sýnt að kennarar eru virkilega ósáttir við kjör sín. Er það einhver furða? Hafið þið velt fyrir ykkur kröfunum sem er sett á kennara.. kröfur sem hafa aukist gríðarlega.

Þeir eiga vera fyrirmyndir, þeir eiga að hafa reglu á bekknum sínum, þeir eiga að koma í veg fyrir einelti og hvers konar mismun, þeir mega ekki refsa börnum, þeir eiga að taka tillit til hvers einstaklings í bekknum, þeir eiga að fylgjast með einkennum heimilis og kynferðis ofbeldis, þeir hafa rúmlega 20 manns í bekknum, þeir eiga að herða róðurinn og bæta árangur nemenda sinna, fylgjast með einkennum dyslexiu og annarra þroskahömlunar, ná viðunnandi árangur á samræmdum prófum, ala krakkana upp í lýðræðisþjóðfélagi og hægt er að segja að þeir eigi að taka að sér stórt uppeldishlutverk.

Kröfurnar hafa aukist á kennara. En kjör þeirra hafa versnað. Samúð mín er gjörsamlega með kennurum, sérstaklega eftir þetta stórkostlega útspil ríkisstjórnarinnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli