15 nóvember, 2004

Helgin og kennarar

Helgin og kennarar

Föstudagur: Í búðinni frá hálf fimm til tíu og farið í ritgerðina eftir það.
Laugardagur: Búðin frá tvö til tvö. Kláraði málið að mestu.
Sunnudagur: Ritgerð frá hádegi til hálf átta. Búðin í klukkutíma. Skilað málningardóti. Ritgerð frá tíu til eitt.

Í dag er ég að fara gera annað verkefni, klára ritdóm í skólanum. Ætti að vera auðvelt. Vonandi verð ég komin snemma heim til að glápa á imban (finnst ég eiga það skilið).

Mæli með að fólk kíki í Rauða Kross búðina á Laugavegi 12!

Ég styð kennarana heilshugar í baráttur þeirra og þetta síðasta útspil þeirra er frábært. Ég veit vel að það er mikill glundroði í samfélaginu þessa stundina en við getum þakkað ríkisstjórninni fyrir það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli