Upptekin
Sjit hvað ég er upptekin maður þessa dagana. Ég á ekkert líf. Það er margt í gangi.. þess vegna er ég upptekin!
Ég er að innrétta L-12 upp á nýtt... já ég.. litblindi maðurinn sem hefur engan smekk. En sem betur fer er maður ekki maður einsamall. Það er gott fólk með smekk (vonandi.. ) sem er að starfa með manni. En ég ber ábyrgðina. Á að sjá að til þess að allt verði tilbúið fyrir mánudaginn næstkomandi.
Síðan er ég að gera ritgerð í alþjóðavæðingu. Ritgerðin fjallar um Anti-Globalista og hreyfingar þeirra. Mjög áhugvert efni. Erum tvö að gera hana og hún gengur ágætlega. Á að vera stór ritgerð (20 bls.) og hún á líka að vera tilbúin á mánudaginn.
Síðan næsta þriðjudag á að vera tilbúin nemendafyrirlestur hjá mér og öðrum stráki. Ritdómur um bók.. sem er hundleiðinleg. Veit ekki hvernig það á eftir að koma út... öruglega vel... ritdómur um leiðinlega bók sem ég hef lítil sem engan áhuga á.... hljómar það ekki spennandi?
Deildarstjórinn minn er að sinna einhverjum verkefnum svo að ég sit í sætinu hans. Hann hafði svo samband við mig í gær og sagði að ég ætti von á launahækkun. Jíbbí jibbí jei! Sáttur við það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli