15 nóvember, 2004

Um líf mitt og yndi

Þetta var þess virði

Ég vona að lesendur fyrirgefi mér fyrir síðustu færslur sem einkenndust af nöldri og neikvæðni. En núna er þetta búið. Á bara einn fund eftir sem ætti að vera auðveldur.

En þetta var þess virði. Ég fór í gær í búðina eftir að ritgerðin var tilbúin og það var búið að setja allt upp, búið að gera búðina tilbúna fyrir opnun í dag. Hún var flott. Leit vel út, var bjartari og opnari og einfaldlega fallegri.

Ég fylltist stolti og ánægju. Sá líka á fólkinu sem var með mér (F og H) að þær voru sáttar og glaðar.

Auðvitað var ég ekki einn sem gerði þetta. Við vorum 8 manna hópur sem létu þetta gerast.

Það er búið að skila ritgerðinni og ég er ágætlega sáttur við þá ritsmíð. Hefði getað verið betri en maður verður bara lifa við sín verk.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli