22 nóvember, 2004

Kennarar

Kennarar (enn og aftur)

Það hafa komið skemmtilegar umræður hérna á minni síðu um kennara. Það eru samt nokkrir punktar sem mig langar að koma á framfæri.

1. Það var sagt að kennarar hafa alltaf borið ábyrgð á dyslexiu, þunglyndi, o.s.frv. Fyrir það fyrsta þá voru þessi hlutir ekki greindir og þar af leiðir þá ber engin ábyrgð á því. Annað þá voru kennarar sem sambærileg laun og aðrir (t.d framhaldskólakennarar).
2. Þegar það er brot á rétt einhverrar stéttar þá hefur það oft brotist óánægja út og fólk hefur oft mótmælt með táknrænum hætti. Andlátstilkinningar, svört föt o.s.frv. er þess vegna mjög skiljanlegur hluti af þessu (þótt að maður fái vægan kjánahroll við því). Viljið þið frekar að reiðin brjótist fram og fólk fari að kasta eggjum og múrsteinum í stjórnarráðið?
3. Börn eyða meiri tíma í skólanum í dag en áður. Foreldrar eru báðir útivinnandi og það er sífellt meiri krafa að uppeldi sé inní skólastofum. Það hefur birst meðal annars í aðalnámskrám.
4. Hvað með aðrar stéttir? Já hvað með þær? Eiga þær ekki alveg rétt á því að berjast fyrir sínum kröfum eins og aðrir?
5. Ég vona að kennarar hafni þessum nýja samningi. Ég held að hann sé skref aftur á bak. Engin rauð strik. Skólastjórnarpottur er feldur út og settur beint inní launatöflur (þannig að skólastjórnendur geta ekki verðlaunað góða kennara). Það er líka ekkert gert til þess að þetta koma ekki fyrir aftur (eins og að gefa sveitarfélögum svigrúm til að semja beint við kennara).

Ég veit að það eru ekki allir sammála mér og það verður víst bara að hafa það, en ég held að þið ættuð að lesa þetta (bls. 12) og athuga hvort að afstaða ykkar breytist.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli