Súkkulaði hjúpaðar harðar karamelur.
Kúlur eða súkkulaðihjúpaðar harðar karamelur er vibbi. Skil ekki hvernig fólki geti fundist þetta gott.
Eins og flestir vita þá er ég alger nammigrís. Reyni að borða nammi bara þegar það er erindi til þess og þá fer ég oft og kaupi mér bland í poka. Ég bið alltaf um að það sé sleppt kúlum.
En næstum því í hvert einasta skipti fæ ég svokallaða vindla í pokann. Vitið þið hvað vindlar er? Það eru súkkulaðihjúpaðar harðar karamelur. Kúlur í dulargervi.
Verð alltaf jafn pirraður á þessu.
(ég veit... ég tuða mikið... það er búið að segja mér það)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli