12 nóvember, 2004

Að innrétta

Að innrétta verslun

Hverjum helvita manni datt í hug að láta mig innrétta verslun? Ég er litblindur, hef engan áhuga á fötum, hönnun, innanhúsarkitekt eða eitthvað álíka. Samt er ég að sjá um að innrétta verslun. Sé um að flokka föt í búðina, raða inní hana, velja réttu innréttingarnar og spá í hönnuninni.

Var að mála í gær og komst að því að ég ætti ekki að hætta í dagvinnunni til að gerast málari. Allt ójafnt og lási. Betri í því að skera heldur en að rúlla.

hvað er fólk að spá að láta mig gera þetta. Bjóst við því að verslunarstjórinn myndi eitthvað líta við eða gömlu konurnar mundu segja eitthvað.. eða starfsmaður svæðisráðs myndi hafa meira samband. En svo er ekki. Það er bara ég og sjálfboðaliðarnir mínir (ef þau væru eldri þá myndi ég bjóða þeim upp á ærlegt fyllerí eftir verklok). Já hvað á ég að vera við krakkana mína sem eru búin að mæta mjög vel og standa sig vel? Hef ekki hugmynd.

Ritgerðin gengur ágætlega. Er komin með tvo kafla um Attac og PGA og er að skrifa kaflann þar sem ég ber þessi tvö "samtök" saman. Verðlaun fyrir þann sem veit hvaða samtök þetta eru.

Hlakka til á þriðjudaginn. Þá verður að vera búið að skila búðinni, ritgerðinni og ritdómnum.

Ég ætla fá mér bjór þá. Rölta inní bæ eftir þann tíma og finna mér einhverja krá og versla mér bjór. Bara einn... kannski tvo... eru einhverjir memm í fyllerí á þriðjudaginn?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli