02 nóvember, 2004

Olíufélögin part 2

Olíufélögin part 2.

Núna gengur póstur um svæðið þar sem fólk er hvatt til þess að kaupa bara bensín af olíufélögunum. Ekki kaupa gos og nammi af þeim.

Halló... bölvað rugl. Af hverju ættu maður að gera það? Og hvað lengi á þetta að vera í gangi?

Það er komnir nýir eigendur að olíufélögunum svo við værum að refsa röngum aðilum. Af hverju ætti að refsa fyrirtækjunum? Það voru mennirnir á bakvið sem gerðu þetta. Fyrirtæki er ekki persóna sem finnur fyrir iðrun eða tekur sönsum.

Munið það að það voru einstaklingar á bakvið þessar ákvarðanir. Það á að refsa þeim. Finna sökudólgana og sparka í þá. Ekki núverandi eigendur olíufyrirtækja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli