26 nóvember, 2004

Spilerí

Uppgjörið nálgast.
"Hann samþykkti þetta ekki. Kallaði okkur void notendur. Hvatti hann til að fara frá okkur"
"Ég vissi svo sem að hann myndi ekki samþykja þetta, en heldur þú að hann muni setja áætlanir okkar í hættu?"
"Mér sýnist ekki. Hann ætlar að ferðast norður til hinna"
"Jæja þá fær William að ráða hvað verður um hann"

"Heldur þú að William ráði við þetta?"
"nei ég held ekkert. Hann mun gera þetta vel ef hann vill"
"Vill?"
"Já ég hef svolitlar áhyggjur af honum. Þessi aðskilnaður við fjölskylduna er víst ekki að hafa góð áhrif á hann. Þessi Cordy er að gera hann brjálaðan. En heldur honum uppteknum, sem er bara fínt miðað við kringumstæðurnar"
"Heldur þú að hann myndi snúast á móti okkur ef hann vissi sannleikann?"
"Ég veit það ekki.. satt að segja. Held að hann væri ekki sáttur. Sem er ekkert undrunarefni, við erum að fara á bakvið hann."
"það er nauðsynlegt.. er það ekki?"
"hahaha.. það varst þú sem ákvaðst það" Segir hann og brosir
"Já ég veit.. Fannst þetta vera það eina rétta í stöðunni. En núna er ég ekki svo viss"
"Treystu innsæinu þínu. Það hefur virkað vel hingað til. Hann William á eftir að sjá ljósið, það er engin spurning. Fylgdu bara áætluninni"

*******

"eru Herirnir á sínum stað faðir?" Spyr Prinsinn
"já þeir eru þar sem þú baðst að þeir myndu vera" svarar konungurinn höstugur. "Af hverju viltu fara í þennan leiðangur? Það er ekkert þarna megin við ánna nema skítugir bændur og málaliðar"
"land okkar ætti að vera stærra. Ég get gert það með þessum her. Ég get látið þá krjúpa í moldina fyrir min... þinni dýrð"
"Iss.. minni dýrð.. þú ert bara metnaðargjarn hundur. Réttast væri að hengja þig í næsta tré, skítuga fíflið sem þú ert"
"fa..." Prinsinn tekur skref aftur á bak
"Já þú veist alveg hvernig ég hugsa um þig. Vertu ekki svona hissa. Ég veit að þú njósnar um mig en heldur þú að ég geri ekki nákvæmlega sama?"
"Þú gefur mér engin völd.. ég þarf alltaf að...." Segir prinsinn á milli samanbitna tanna
"Hættu að væla drengur. Engin völd? Þú færð þau völd sem þú vilt, Sonur. Núna ertu að fara í tilgangslaust stríð um lönd sem eru ekki túskildingsins virði og það ert þú sem leiðir herinn áfram" Hreytir konungurinn í son sinn. "Þú ert eini sonur minn og þess vegna færðu að lifa."
Sonurinn stífnað af reiði og í eitt augnablik þá virðist vera eins og hann ætli að ráðast á föður sinn.
"Ekki gefa mér þennan svip og þú veist vel að ég gæti lamið þig með annarri hendi. Ef við værum í heimalandinu þá væri löngu búið að flá þig lifandi. Aumingi. Farðu. ég skammast mín við að horfa á þennan aumingja sem ég kalla son. Farðu og sýndu að það sé einhver töggur í þér." Konungurinn snýr bakið í hann og horfir út um gluggann.
Sonurinn horfir á hann með reiði glampa í augunum en bakkar út úr herberginu. Heyrist tuldra fyrir munni sér "bíddu bara, ég skal sko sýna þér hver er aumingi"

*****


Engin ummæli:

Skrifa ummæli