Djamm og annað um helgina
Það magnaðasta við helgina var djammið á laugardaginn. Alger snilld.
Ég sá í síðustu viku auglýsingu þar sem var verið að fjalla um Jagúar tónleika. En á auglýsingunni var engar upplýsingar. Bara dagsetning. Sagði Leif frá þessu og hann gekk í málið. Ég var búin að setja þetta til hliðar, bjóst ekki við að okkur tækist að redda þessu. En Leifur reddaði þessu. Þetta var víst eitthvað "invite only" og var fyrir einhvern lokaðan hóp. En hann talaði við einhvern, gekk í málið og vola! Þrír miðar komnir í hús.
Tónleikarnir voru í Ýmishúsinu. Var boðið upp á viðbjóðslegan fordrykk og síðan var Dj að spila. Jagúar kom síðan á sviðið.
Ég stökk á dansgólfið og lifði mig inní tónlistina. Í síðasta laginu þá hendi ég af mér skónum og var á sokkaleistunum. Fílaði mig mjög vel.
Það var líka snilldin við þessa tónleika. Það mátti ekki reykja í húsinu þannig að maður var ekki að kafna í reyknum og það var ekki glerbrot og viðbjóður á gólfinu.
Skemmti mér konunglega.
Bónus upplýsingar
# Spiderman 2 er snilld!!!!
# Jungle speed er mjög skemmtilegt spil.
# Búin að bæta við handklæði, plastpokum, hælsærisplástrum (kannski bara einu stykki first aid kit), tjalddýnu.
# er að spá í regnjakka, göngustafi, áttavita.
# er komin í Sandala.. er brilljant... fyrir utan það að ein púðinn í þeim er of stór. Laga það í dag.. vonandi.
# Brjálað að gera í vinnunni.. líka veikindi og frí hjá hinum og þessum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli