Dilbert er komin í guðatölu.
Eins og margir lesendur og vinir mínir kannast við þá tala/skrifa ég víst alveg hrikalega lélega íslensku (eða svo segja sumir). Ég hef reynt að bæta mig í þessu og að mínu áliti þá hefur mér tekist ágætlega til.
Ég hef satt að segja enga tilfinningu fyrir því hvað er að tala/skrifa ranga íslensku. Gjörsamlega enga. Þágufallssýki, leti og fleiri ástæður hafa verið nefndar.
En auðvitað reyni ég að réttlæta sjálfan mig á fullu og nefni ástæður eins og "tungumálið breytist, það er ekkert sem heitir rétt og röng íslenska" eða "ef þú skilur hvað ég er að segja.. skiptir einhverju máli hvernig ég segi það"
En auðvitað eru einhverjir sem mótmæla þessu harðlega. En síðan var ég að lesa moggann í gær og kíkti á Dilbert (sem allir ættu að gera). Í gær tók ég Dilbert í guðatölu.
Skannaði inn myndasöguna og setti hana inn á Kasmir. Linkur á vinstri hlið sem heitir Dilbert ef þið viljið skoða fjársjóðinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli