Geðveiki
Hafið þið einhvern tíman setið og hugsað um sjálf ykkur? Setið í strætó og allt í einu fattað að þið sjálf hafi verið kolgeggjuð einhvern tíman? Hugsað "Sjit.. mar.. djöfull var ég fukked upp"?
Ég lenti í því í morgun! Af einhverri ástæðu þá fór ég að hugsa um unglingavinnuna mína og spáði sérstaklega í eitt sumar. Annað árið mitt í unglingavinunni. Ég hugsaði smá tíma um það og fattaði að ég hafði verið snarruglaður það sumar.
Þegar ég hugsa til baka þá er eins og ég hafi fengið þá flugu í hausinn að það mun engin vaða yfir mig. Þetta var sumarið eftir 9.bekkinn, bekkurinn sem ég upplifði verst, þar sem eineltið fór upp í nýjar hæðir. Ætli ég hafi ekki fengið nóg?
Það sumar slóst ég við hana Jónu (vegna þess að ég hélt að hún hafi skyrpt á mig), Ásgeir (ekki ásgeir sem var með mér í bekk heldur ásgeir proffi sem var í hinum bekknum, óð í hann vegna þess að hann henti steinvölu í mig), Gumma í mojo (slóst ekki við hann heldur urraði og ógnaði honum með skóflu, ef mig minnar rétt), Litla leiðinlega strákinn (man ekkert hvað hann heitir.. en hann tók róluna sem ég sat í á meðan ég skrapp og náði í svalan minn. Sú slagsmál enduðu með því að verkstjórinn gekk á milli okkar).
Þessi Jóna fór víst í einhvern kraga vegna þessa atviks.
Þetta sumar var eitt af því versta sem ég man eftir. Eignaðist enga vini og var alltaf einn. Var alltaf reiður og reifst og skammaðist við öllu. hafði samviskubit yfir því öllu saman en vildi bara ekki bakka með neitt. Sagði aldrei fyrirgefðu.
Ég var algjör hneta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli