22 júlí, 2004

Dettifoss ásbyrgi

Dettifoss - Ásbyrgi

Fyrir tæpu ári þá sá ég Dettifoss í fyrsta skiptið. Þegar ég horfði á þennan magnaða foss og gljúfrið sem hann rann í þá hugsaði ég með mér að það væri öruglega frábært að labba þetta gljúfur. Mig minnir að ég hafi minnst það á við ferðafélaga minn og síðan var haldið áfram förinni.

Núna er ég að fara taka rútu til Dettifoss þar sem ég mun ganga þennan spöl. Óskið mér góð gengis.

Annars er ég búin að vera hérna tvær nætur á Mývatni. Fór í langan göngutúr í gær 13,1 km. Ég var svo fáranlega vitlaust að ég tók hálfan líter af vatni og eitt súkkulaði stykki með mér. Var síðan allan göngutúrinn að blóta sjálfum mér fyrir heimsku. Kom í tjaldið þreyttur og svangur. Sofnaði líka snemma í gær.

Rútan er að fara.... þannig að ég kveð að sinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli