08 júlí, 2004

Ferðalagið

Ferðalagið

Mun stefna á að gera eftirfarandi hluti.

# Hjóla í kringum Mývatn.
# Labba frá Dettifossi upp í Ásbyrgi, á víst að vera tiltörulega létt þriggja daga ganga.
# Tjalda hjá Öskju.
# Kíkja á hellana í Kverkfjöllum.
# Dvelja í Seyðisfirði (Lonely planet guide mælir með því ;)
# Sjá Steinasafnið hennar Petru Sveinsdóttir í Stöðvarfirði.
# Dvelja í skógum. Veit eiginlega ekki af hverju.. langar það bara.
# Dvelja flest alla dagana (3 Vikur) í tjaldi.
# Fara hringinn, í fyrsta skiptið.

Það eru nokkrir hlutir sem ég er samt að hugsa um.
Búnaður - Er með: Tjald, bakpoka, svefnpoka, 2 buxur, sundbuxur, 3 nærbuxur, 3 bolir, 2 göngusokka, 5 venjulega sokka, Ullargammasíur og bol, regnbuxur, sjóarapeysu, létta flíspeysu, peysu, skyrtu, gönguskó, nál og tvinna, sjampó, tannbursta, tannkrem, bursta, teygjur, íbúfen, Prímus, pottar, eldspýtur, Sandala!!!,

Það sem mig vantar er: Regnjakka, húfu, kannski göngustafi og eflaust helling í viðbót.

Mun þetta duga? Hef ekki nóga mikla reynslu á þessu sviði til að vita það.

Aukalegt
1. Er gríðarlega langþreyttur, ætla að fara snemma að sofa í kvöld.
2. Placebo tónleikarnir voru góðir.
3. Hlakka til að sjá Spiderman 2.
4. Vil spila meira!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli