05 júlí, 2004

Helgin

Geggjuð helgi

Föstudagur: Spilað. Þurfti að stytta ævintýrið vegna þess að spilararnir höfðu svo gaman að þvi að tala við hvort annan. Hefði getað setið og gónt í loftið allt kvöldið. Mjög gaman að sjá menn taka upp gamla öfluga karaktera og spila úr þeim.

Laugardagur: L-12 búiðin, bíó og djamm. Fór í L-12 búðina og satt að segja þá er ég búin að taka búðina í algera sátt og finnst mjög gaman að vera á vakt. Maður lendir oft á skemmtilegu spjalli við kúnana (aðalega túristana). Fór svo í bíó á Shaun of the dead. Snilldar ræma sem allir aðdáendur Zombie mynda verða að sjá.
Síðan var skroppið á Gaukinn og horft á Jet black joe. Hangið góða stund í bænum á röltinu.

Sunnudagur:METALLICA. Mætti klukkan eitt í sjálfboðamiðstöðina. Var einhver tilgangslaus fundur þar. Klæddi mig í FLÍS-peysu (takið eftir... ég var í flíspeysu). það var síðan farið á staðinn og við settum okkur niður á svæði.
Tónleikarnir voru geggjaðir. Þegar þeir voru að taka þriðja uppklappið þá óskaði ég þess að hafa ekki farið á vakt heldur bara verið í þrengslunum. krafturinn í þeim var rosalegur.
En ég var á vakt og það þýðir ekkert að væla það. Það var nokkuð gaman að vera á vaktinni en það var heilmikið að gera. Gæslan í sjálfri Egilshöllinni var illa undirbúin og var til dæmis ekki með neitt vatn á svæðinu til þess að kæla þá fremstu. Hitinn var rosalegur, ástandið var þannig að maður sá uppgufuna af húð fólksins. Ég svitnaði eins og ég veit ekki hvað (enda í FLÍS-peysu). Ég var líka í rennunni sem var á milli a-b svæðisins og stóð þar allan tíman meðan Metallica var að spila og það fór frekar illa með lappirnar á mér. Mikið stress, mikill hiti, enn meiri hiti og mikið standerí. Vaktin var mjög löng, 12 tímar og ég átti ekki mikið eftir þegar tónleikarnir voru búnir (eins of flestir sem höfðu verið í gæslu).

Mánudagur: vinna. Lappirnar á mér eru að mótmæla rosalega. Ég er orkulaus með öllu, andlega og líkamlega þreyttur. Finn að líkaminn þarf hvíld.. mikla hvíld. Er í vinnunni og tel tímana þanga til að ég verð búin.. mun ekki taka armbeygjur í dag!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli