28 júlí, 2004

Gangan og fleira

Gangan mikla

Nokkrir dagar eru liðnir.  Ég er búin að ganga þessa leið milli dettifoss og Ásbyrgi.  30 km á tveimur dögum með allt á bakinu.  Það var frábært að gera þetta og mæli með þessari leið fyrir alla.

En þegar ég var búin að gana fyrri daginn þá tókst mér ekki að sofna vegna kvala.  Allur líkaminn kvartaði, höfuðverkur, iljarnar, hnén, bakið, axlirnar o.s.frv.  En eftir jógaslökun og íbúfen þá sofnaði ég og svaf vel.  Vaknaði endurnærður át núðlur og sardínur og gekk af stað með engar harðsperrur. 

Ásbyrgi var þess virði.  Ótrúlega flottur staður og ef þú hefur ekki séð hann þá er hann skylda.

Fékk heimsókn í Ásbyrgi frá varginum og Jóa bróa.  Vorum þar í góðu yfirlæti en mikilli rigningu á laugardaginn og fórum þess vegna að rúnta um sveitirnar.  Kíktum á Kópasker og Raufarhöfn (Hótel Norðurljós á raufarhöfn er snilllddd...).

Ég tók ákvörðun um að koma aftur heim.  Þessi ferð var bara ekki að gera sig þegar maður er einn.  Hitti engan til að spjalla við og var enginn þarna til að upplifa hlutina með manni.

Þannig að núna er ég búin að taka ákvörðun um að fara til London og hitta Óla, Ella og styrmir og hanga með þeim í nokkra daga.  Síðan er ég að hugsa um að fara til gamla settsins í sumarbústað eða til Eyja yfir verlsunarmannhelgina.  Ég býst við að sumarbústaðurinn hafi vinninginn. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli