13 júlí, 2004

The end of the world

It is the end of the world as we know it.

Stórborg. Ég, bróður minn, stórfjölskyldan, Óli Bergur, Jökull (drengur sem var á leikskólanum mínum), Örn Ingvar og fleiri.

erum að fara út úr borginni. Sjúkdómur herjar á mannkynið. Öll samskipti eru komin úr skorðum. Fólk flýr frá borginni í þúsundum, vilja ekki vera nálægt öðrum vegna smitshættu. Fólk hefur dáið á örfáum mínótum. Lík eru allsstaðar.

Búið að vera allsherjarringulreið. Við erum stödd í mjög háu háhýsi. Erum að undirbúa flóttan okkar út úr bænum. Ég er foringinn. Við þurfum að taka lyftu.. sem virkar, þótt ekkert annað geri það. Einhver drengur er rosalega hræddur við að taka lyftuna. Hann vill það ekki. Við þurfum að plata hann í hana og síðan þarf ég bara að halda í hann á leiðinni niður. Mikil hræðsla en einhvern veginn þá erum við ekki hrædd við hvort annað. Ég held að ég muni ekki smitast.

Draumur.

Blandað í þann draum var kaupferð þar sem ég keypti roleplaybók.. sem var ýkt sjaldgæf... eitthvað í sambandi við Birthright og eyjarnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli