Túristabók
Ég rölti í bæinn í þreytunni minni og verslaði bók í mál og menningu. Lonely planet bók um Ísland. Þar sem ég mun túristast um Ísland þá er eins gott að vera vel búin.
Þessi bók er frá þessu ári og fjallar bara um Ísland, ekki eins og hin gamla sem fjallaði um Ísland, Grænland og Færeyjar. Nú fáum við almennilegar sess.
er að undirbúa ferðina miklu... lítur bara ágætlega út... en hef verið að velta því fyrir mér hvar ég ætti að vera um verslunarmannahelgina... hún er víst þarna í ferðalaginu mínu... einhverjar hugmyndir?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli