12 ágúst, 2004

Breytingar til að öðlast betra líf

Breytingar til að öðlast betra líf

Ég hef verið að íhuga og ég hef komist að því að ég þarf að gera eftirfarandi breytingar á lífsmynstri mínu til að vera "fullkominn".

# Þarf að læra að þvo þvott í vask eða í á.
# þarf að venjast því að vera í sömu sokkum marga daga í röð.
# þarf að venjast því að borða hvaða mat sem er.
# Þarf að læra það að vera eignarlaus.
# Þarf að læra að minnsta kosti 4 auka tungumál, helst mun fleiri.
# Þarf að venjast köldum sturtum.
# Þarf að venjast því að lifa án kynlífs í langan tíma.
# Þarf að venja mig á það að nota tannþráð mjög reglulega.
# Þarf að komast af án tölvu, sjónvarps og netsins.
# Þarf að venjast öllum gerðum skordýra, hvort sem það er í matnum hjá mér eða skríðandi á mér sjálfum.
# Þarf að venjast því að vera einn í langan tíma.
# Þarf að læra það að lifa á lúsalaunum.
# Þarf að komast af án bóka... sjit mar...

Já þetta er bara hluti af þeim breytingum sem ég held að ég þurfi að gera. Frekar drastískar á köflum en hvað gerir maður ekki fyrir betra líf og drauma?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli