Áskapað þunglyndi
Ég les stundum bækur sem veldur mér miklu hugarangri. Oftast eru þetta sannar sögur, þar sem þær eru í flestum tilfellum mun verri heldur en skálskapur. Ég verð þungur... hugsa ekki um neitt annað en mannvonsku og óréttlæti. Fer að hugsa um að það væri bara fínt að rífa niður veggi siðmenningarinnar. Að lifa í þessari blekkingu er ekki fyrir mig... ég ætti að fara og reyna berjast á móti þessu óréttlæti heimsins. Öskra á fólk að heimurinn er óskiljanlegur. Þá upplifi ég kvíða, þyngsli, örvæntingu og reiði.
En ég er svo góður samfélagsþegn að ég geri ekkert slíkt.. bara upplifi tilfinningar. Nýjasta bókin sem ég er að lesa er eftir Primo Levi bókin heitir "If this is a man/ The truce". Bókin er saga hans frá tímanum sem hann varði í útrýmingarbúðum Nasista. Það er smá texti í bókinni sem gjörsamlega heillaði mig. Ég reyndi að þýða hann og tilraunin til þýðingar er hérna fyrir neðan. Þetta er rosalegur texti sem nær utan um það sem ég er að hugsa.
Samviskubitið sem hin réttláti maður finnur fyrir þegar annar maður fremur glæp, sektarkenndin sem kemur vegna þess að svona glæpur fyrirfinnst, að hann skuli hafa verið sýndur og skilin eftir í heiminum endanlega, og viljastyrkurinn fyrir hinu góða skuli reynast veikari eða hverfandi, og að það hafi ekki risið í vörn gagnvart hinu.
Þannig að fyrir okkur þá var frelsisstundin lítil og máttlaus, sálin var glöð yfir frelsinu en samt með sársaukafullri tilfinningu um hógværð, sem óskaði þess að við gætum þrifið samviskuna og þurrkað minnið af þessum viðbjóði sem lá á þeim; líka með örvæntingu, vegna þess að við fundum fyrir því að þetta ætti aldrei að gerast, nú myndi ekkert verða til í heiminum sem væri nógu gott eða hreint til þess að hreinsa burt fortíðina, og örin sem þessi svívirðing hefur ollið okkur myndi dvelja með okkur til dauðadags, og minningum þeirra sem sáu þetta, og í þeim stöðum sem þetta varð og þeim sögum sem við munum segja. Vegna þess, og þetta er hin ömurlegu forréttindi sem mín kynslóð og mitt fólk hefur, að engin er betri en við til þess að skilja umfang á svívirðingunnar, sem fer um eins og eldur í sinu. Það er bjánalegt að hugsa til þess að mannlegt réttlæti gæti hreinsað hana í burtu. Þetta er ótæmandi brunnur illsku; það brýtur niður líkama og sál aðilans sem er í henni, gerir þá kúgaða og veldur lítillækkun; það kemur til baka sem gríðarleg skömm fyrir kúgarana, með myndar hatur meðal þeirra sem upplifðu, umkringir þá á þúsund vegu, gegn vilja allra, sem hefndarþorsti, andlegri uppgjöf, sem þreyta, sem afneitun á öllum atburðinum.
Levi, Primo (1963). The Truce. Abacus, Bretlandi, bls 188-189.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli